- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
193

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

193-

en þó einkum þá menn, er eiga aö koma þeim á framfæri. Hefði mjer
borizt til handa skjal nokkurt, sem á að hafa verið lesið upp fyrir
mönn-um hjer í þessu biskupsdæmi skömmu áður en jeg kom til landsins,
þá gæti jeg skýrt nánara írá jþessum atriðum. Menn eru hjer svo
ein-urðarlausir að þó þeir öðru hverju kunni að låta sjer orð af vörum hrjóta,
þá þora þeir ekki að standa við það. Svo mikið er víst, að maður sá,
er jeg gåt um, lengi ekki svaraði brjeíi mínu, þangað til jeg neyddist
til að skrifa honum og öðrum presti harðneskjulegt brjef. Þá loks
leit-aðist hann við að bera af sjer sökina með ljelegum afsökunum, og
hefur síðan reynt til aö sleikja sig upp við mig á allar lundir. Jeg biö
yður þess lengstra oröa aö leitast viö að koma þvi 1 kring við
Kirkju-ráðið, að ráöin verðí bót á skólanum hjerna, og að gefin verði út
til-skipun, er setji fastar reglur um það efni. Að öðrum kosti má fastlega
búast við því, að allt sem nú veröur geit, innan skamms, eða jafnvel
undir eins og jeg er búinn að snúa við bakinu, hrynji saman og falli
um sjálft sig. Jeg heyri utan að mjer, að meðan jeg sje hjerna, muni

allt standa i góöu gengi, en heldur ekki lengur.––––

Hjer hefur verið langur og haröur vetnr, svo menn muna varla annan
verri, og hrossin hafa veslast upp og drepist úr hor. Jeg hef enn sem
komið er ekki getað fengið hesta þá, sem jeg þarf á að halda viö
yfir-reið mína, Sagt er að prestarnir hjer i biskupsdæminu sjeu skelkaðir
mjög, þvi einhver hefur stungið því að þeim, að jeg ætlaði að tala
Grisku við þá og hlýða þeim öllum yfir.

Sje það nokkuð, sem hefur haldið i mjer hita i vetur, þá er það,
næst kverþrefinu, skólinn hjerna. Skólameistarinn hefur þjónað
embætt-inu i 17 ai, og er honum þannig varið, að honum liggur við að springa
af allri sinni imynduðu þekkingu. Jeg hef orðið að fara með hann eins
og dreng, sem sett er fyrir á hverjum degi. I hvert skipti, sem kennsla
hefur farið fram i skólanum, hef jeg orðið að sýna honum io sinnum,
hver kennsluaðferð sje heppilegust, og þó hefur hann gert það vitlaust.
Á engu furðar mig meira en þvi, að slikum manni skuli hafa verið
leyft að þjóna þessari vandasömu stöðu i svo mörg ár.

Hólum io. júni 1842.

Khöfn í marzmán. 1896.

Jón Jonsson.

Konan kemur í mannheim.

Það er ekki fýsilegt, að brjóta skip sitt i spón á flæðiskeri.
Þó er eins og mennirnir geti sætt sig við það. Farmaðurinn veit,
að hjer er við öfl að etja, sem hafa ráð hans í hendi sjer. En ef
honum væri kunnugt, að fyrrum, á smábandsárum mannkynsins,
lá stormurinn i fjötrum og sæljónið ljet ekki siga sjer eins og

13

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0219.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free