- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
215

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

215-

A miðri heiði liggur lítill kotbær
lágreistur rajög og þakið hvítt af snjónum,
en veggirnir sem væri svartir klettar.
Þó — var það undur? — þangað dregst hann beint
og hnígur þar og hvergi kemst nú lengra.
Rjettir við samt og leitar lengi dyra.
Ber hægt og hægt, því barnið sefur sætan,
og iðrast nú er skreppuna eptir skildi,
er ekkert átti að bjóða bónda snauðum,
sem bráðum mundi feginsdyrnar opna.
Svo ber hann aptur — aptur. Loks er svarað:
»I Jesu nafni! er nokkur maður úti?« —
»Hann Jakob karlinn! Kennið þið mig ekki,
Gyðinginn gamla?« — »Gyðingur!« þá æpti
mannsrödd og konu, »kúrðu þá í snjónum!
Við eigum ekkert, sem þú getur grætt á
og bölvan tóma berðu hjer að húsum
fæðingarstundu Drottins, sem þú deyddir!« —
»Jeg!«

— »Þú og þitt fólk; það er ógnar syndin,

sem þjóð þín skal í þúsundliðu gjalda.« —

»Æ æ! í nótt er hleypt inn hverjum rakka.« —

»En Gyðingar ei koma í kristin hús.« —

Hann heyrði’ ei meir. Hin hörðu, heimsku orð

hann gegnum nistu miklu meir en veðrið

og slengdu honum harðara á gaddinn;

þar húkti hann með barnið við sig vafið.

Þá þótti honum, þar hann starði í ljórann

og vildi sjá hvort ekkert andlit sæist,

hann síga á svanadún og finna glöggt

til hlýinda, sem þíddu allar æðar,

og kærir svipir kæmi fram með hvískri

sem andi vestan vorblær yfir liljur

og um hann léki þar til einhver þeirra

hvislaði og benti: Komum, sjá, hann sefur!

og inn i fagran sal þeir allir svifu,

og barnið eitt stóð eptir við hans hvílu,

hagræddi sjálft og hlúði að rekkju hans,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0241.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free