- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
8

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

8

góðum áhrifum í æsku, og síðan, þegar hann vitkast betur, hafa
stöðugt gát á sjálfum sjer, ef hið illa í eðli hans á ekki að ná
yfir-hönd, þá má nærri geta, hvernig munaðarleysinginn varð, sem
eng-inn aumkvaðist yfir nje leiðbeindi, og sem auk þess sá þess daglega
vott, að hann væri öðrurn til leiðinda og þyngsla. Það var aðeins
ein lifandi vera, sem hann kærði sig nokkuð um; það var
fóstur-systir hans og jafnaldra, sem hjet Anna, dóttir bóndans í Dal.
Hún var ljómandi falleg stulka, með blá augu og kringluleitt,
bjart og hreint andlit, og nettar og mjúkar hendur. Þau
um-gengust hvort annað, og enginn fjekkst um það, og sízt af öllu
kom Dalbóndanum til hugar, aS hann Arni, sveitarómaginn, mundi
dirfast að fella ástarhug til dóttur hans, — ríkustu og fallegustu
stúlkunnar í firðinum. Arni gerði sjer heldur enga von um að
fá hana, og reyndi með öllu móti að kæfa niður ást þá, er hann
bar til hennar. En hann gat það ekki, og honum fannst lífið
fara að verða óbærilegt. Svo reyndi hann að gleyma hörnium
sínum í svölunarlind Bakkusar, og vínið, seni venjulega glæðir
allt hið illa í eðli mannsins, hafði þau áhrif á hann, að hann varð
svo illur og hamslaus, að enginn gat við hann ráðið. Svo leið
tíminn þangað til þau voru átján ára. í>á um sumarið í
sláttar-byrjun vildi það til, að smalinn varð veikur. Anna bauðst til að
sitja hjá ánum um daginn, svo vinnumenn föður hennar mættu
vera við sláttinn. Hún fór. En þegar komið var fram yfir nón,
sortnaði í lopti og laust á svartaþoku.

»Arni, þú;« sagði gamli maðurinn — það var venja hans að
segja »þú« þegar hann ávarpaði einhvern. »Farðu á móti henni
Önnu og hjálpaðu henni heim með ærnar. Það er sennilegt að
hún sitji hjá þeim upp’ á Fagrahjalla.«

Arni ljet ekki segja sjer þetta tvisvar. Hann hefði farið, þó
verið hefði svartnættis myrkur. Hann fór að leita að henni og
fann hana loks skammt frá Fagrahjalla. Þar stóð hún uppgefin og
ráðalaus yfir ánum. Þær vildu hvergi fara, vildu bara liggja og
jórtra. Hann sendi hundana af stað, og gekk sjálfur svo rösklega
að verki, að þær urðu að gera sjer að góðu að lötra af stað
heim-leiðis. Þau Anna gengu hægt á eptir þeim, og bæði þögðu,
þang-að til hann loks sagði: »Anna, þú ert uppgeíin; viltu ekki lofa
rajer að leiða þig? Hun svaraði engu en rjetti honum höndina,
og svo hjeldu þau áfram. Hann var í vakandi draumi og rankaði
fyrst við sjer, þegar hann í þokunni sá rofa fyrir bænum í Dal.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0014.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free