- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
9

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

9

Hann átti ekki von á, að þau væru kominn sona langt, og
ósk-aði, að leiðin hefði verið helmingi lengri.

»Nú sjáum við heim,« sagði hún og dró að sjer höndina.

»O, Anna mín,« sagði hann og sneri sjer að henni; »jeg vildi
að jeg mætti alltaf leiða þig, — alltaf meðan jeg lifi. Mjer þykir
svo vænt um þig — hefir alltaf þótt — og jeg skyldi verða þjer svo
góður — ósköp góður.«

Hann vissi aldei hvað það var, sem gaf honum kjark til að
segja þetta. En hann vissi, að aldrei mundi hann hafa sagt það,
ef hönd hennar hefði ekki legið máttlaus og heit t hans eigin.
Þau litn hvort framan í annað, hann sá enga breytingu á henni,
nema andardrátturinn var tíðari og roðinn í kinnum hennar meiri
en áður. Hún sá einhvern þann svip í andliti hans, sem hún
hafði ekki sjeð þar áður. Henni fannst hún geta lesið það út úr
því, að hann mundi taka sjer fram, óregla hans hverfa, en allt hið
nýtilega í eðli hans fá yfirhöndina, ef hún. aðeins vildi verða
leiðar-stjarna hans á lífsleiðinni; gefa honum hönd sína og ganga við
hlið hans til dauðans.

Hún dró ekki að sjer höndina, og það jók honum hug. Hann
tók hana í faðm sjer og þrýsti hinum fyrsta kossi á varir hennar,
svo öðrum og þriðja, og kossarnir innsigluðu trálofun þeirra.

Þegar Arni sagði föður hennar frá, hvernig komið var, lá við
að gamli maðurinn gengi af göflunum. Það var svo sem ekki
við það komandi, að hann gæíi samþykki sitt. Hann ámælti Arna
þunglega fyrir að hann, fjelaus maður og alinn upp á sveit, skyldi
gera sjer þá hneisu, að vera að biðla til dóttur sinnar. Og svo
ákafur varð hann, að hann vísaði Arna burt af heimilinu, og
fyrir-bauð honum að koma þangað framar.

Arni sá sinn kost vænstan að fara, en áður gåt hann þó náð
tali af unnustu sinni. Hann sagði henni, að ef hún að eins
reynd-ist sjer trú, þá skyldi hann reyna að verða nýtur maður; lifa fyrir
hana, vinna fyrir hana, og hætta ekki fyrri en hann væri orðinn
svo efnaður, að hann gæti látið henni líða vel.

Já, hún ætlaði að reynast honum trú, og aldrei, aldrei að
bregð-ast honum, heldur elska hann til dauðans, hvað sem faðir hennar
og fólk segði.

Svo fór hann frá Dal og flutti ofan í kaupstaðinn. Hann

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0015.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free