- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
21

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

21

ekki unnið fyrir sjer. Slíkir ómagar skiptust aptur i tvo höfuðflokka:
erfðaómagá og þjóðfjelagsómaga.

1. Erfðaómagar kölluðust þeir, er nánastí ættingi átti fram að
færa, eða sá, er næstur mundi hafa staðið til erfða eptir ómagann, ef
hann hefði dáið. Ef erfinginn sjálfur var svo fátækur, að hann hafði
ekki annað fyrir erfðaómaga sinn að leggja en handbjörg sína eða vinnu,
kallaðist þurfalingurinn handmegins-ómagi hans.

2. þjóðfjelagsómagar greindust í þessa undirflokka:

a. Hreppsómagar kölluðust þeir, er hreppurinn átti fram að færa.
Stæði svo á, að framfærsluskyldan hvildi á fleirum en einum hrepp,
kölluðust þeir skiptingarómagar.

b. pingsómagar vóru þeir, er ein þingsókn eða þinghá átti fram
að færa.

c. Fjórðungsómagar kölluðust þeir, er heill landsfjórðungur átti
fram aö færa.

d. Landsómagar þeir, er allt landið átti að ala.

e. Sektarómagar kölluðust þeir, sem verið höfðu erfðaómagar manna,
er dæmdir höfðu verið fjörbangsmenn eða skógarmenn. Sektarómagar
vóru ýmist þingsómagar eða fjórðungsómagar, eptir því hvort frændur
þeirra höfðu verið dæmdir á vorjjingi eða á alþingi.

II. þurfamenn nefndust fátækir búendur eða húsfeður, er ekki
vóru sjálfir ómagar, en gátu þó eigi af eigin rammleik staðið straum af
hyski sínu, og urðu því að þiggja nokkurn sveitarstyrk af hálfu hinna
betur megandi hreppsbúa.

Skipting framfærsluskyldunnar. i. Framfærsluskyldan hvíldi
fyrst og fremst á nánasta erfingja ómagans; gæti hann ekki annast
framfærsluna, hvildi skyldan á þeim, sem þá stóð næstur til erfða, o. s. frv.
svo langt sem ættartakmarkið náði. Þegar hinn nánasti erfingi er frá
skilinn, vóru pó frændur ómagans ekki skyldir að taka hann að sjer,
nema þeir ættu nóg fyrir sig aö leggja, hinir náskyldari i 2 ár og hinir
fjarskyldari í 3 eða 4 ár o. s. frv. Þeir vóru og því aö eins skyldir að
ala hann, að þeir gætu alið hann á fje sínu. Aptur var hinn nánasti
erfingi ómagans ekki að eins skyldur að taka hann aö sjer, þegar hann
átti tveggja missira björg, heldur einnig, þó hann ætti ekki svo mikið
eða ætti alls ekkert; hann var ]pá skyldur til að vinna fyrir honum, eða
låta nokkuð af því, sem hann fjekk fyrir vinnu sina (handmegin, verk),
ganga sem meðgjöf til þess ættingja, er næstur honum var skyldur til
framfærslu og i hans stað tók ómagann að sjer. Sömu skyldu höfðu
«g systkini ómagans, þótt þau stæðu ekki næst til arfs eptir hann. Enn
harðar var gengið að börnum með að ala önn fyrir foreldrum sinum.
í^egar þau áttu ekki nóg fyrir þau að leggja, fiá uröu þau að vinna

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0027.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free