- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
22

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

22

fyrir þeim með því að »ganga i skuld fyrir þam (o : gera sig að
ófrjáls-nm skuldaþrælum) hjá þeim ættingja, sem tók að sjer að ala þau.
Sömu skyldu höfðu foreldrar gagnvart börnum sínum; þó gátu þau, í
stað þess að ganga sjálf í skuld, selt sjálf börnin i skuld (o: gert þau að
skuldaprælum), ef pau kusu fiað heldur.

2. Þegar ómaginn átti engan ættingja, sem gåt staðið straum af
honum, lenti framfærsluskyldan á þeim hrepp, þar sem nánasti erfingi
hans var vistfastur. Þó var framfærsluskylda hreppsins bundin því
skil-yrði, aö arftökumaður ómagans væri ekki fjarskyldari honum en
næsta-bræðri, hefði fje til atvinnu sjer hina næstu tólf mánuði eða mætti vinna
sjer mat, og ætti sjálfur varðveizlu fjár síns.

3. Omaga þeirra rnanna, er dæmdir höfðu verið sekir
fjörbaugs-menn eða skógarmenn á vorþingi, átti hlutaðeigandi þingsókn fram
að færa.

4. Sektarómaga þeirra manna, er dæmdir höfðu verið sekir á
al-þingi, átti fjórðungurinn fratn að færa, og eins útlenda ómaga, er enga
ættingja áttu á Islandi. Hvíldi framfærsluskyldan þá á þeim
landsfjórð-ungi, þar sem þeir höföu orðið þroiráða.

5. Þegar ekkert af hinum framangreindu skilyrðum var fyrir hendir
syo að ómaginn hvorki gat fengið framfærslu hjá ættingjum sínum, hrepp
þeirra, þingsókn eða fjórðungi, þá lenti framfærsluskyldan á öllu landinu.

6. Framfærsluskylda þingsóknarinnar, fjórðungsins og landsins náði
að eins til reglulegra ómaga. En á hreppunum hvíldi auk þess sú skylda,
að veita einnig öðrum þurfalingum fátækrast}’rk, nefnilega þurfamönnunum
0: þeim íbúum hreppsins, sem gátu ekki styrktarlaust aliö önn fyrir sjer
og sinum. Tilgangurinn með þessum styrk var sá, að fyrirbyggja að
þessir menn flosnuðu upp, svo aö hyski þeirra lenti algerlega á
sveit-inni. Hutdeild í þurfamannastyrknum gátu allir þeir hreppsbændur eða
húsfeður fengið, er svo vóru snauðir, að þeir vóru ekki skyldir að greiða
þingfararkaup, — ef þeir áttu fyrir svo mörgum að sjá, að þeir gátu ekki
staðið straum af hyski sínu af eigin rammleik, fje síuu eða atvinnu.

Framfærslumátinn. Þeir einir hreppsbúa, er áttu þingfararkaupi
að gegna, vóru skyldir að inna sveitargjöld af bendi, en þau vóru
eink-um þrenns konar: manneldi, þurfamannathmd og matgjafir.

Framfærsla allra hreppsómaga var fólginn i manneldi, þannig að
hver sá bóndi í hreppnum, er sveitarskyldum átti að gegna, varð að
taka að sjer og ala einn eða fleiri ómaga, eptir því sem
hreppstjórnar-mennirnir lögðu fyrir; en þeir áttu við niðurskipting ómaganna að hafa
hliðsjón af skuldlausri eign bænda og ætla hverjum einstökum
manneldi í hlutfalli við hana. Bændur gátu fullnægt framfærsluskyldu sinní,
hvort sem þeir vildu heldur með fiví, að taka ómagann á heimili sitt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0028.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free