- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
29

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

29

sem vóru landsofringjar með öllu, hvorki of ungir nje gamlir til aö
vinna, en gengu með húsum fyrir ómennsku sakir og nenningarleysis
eða annara þeirra ókosta, að góðir menn vildu eigi fyrir þær sakir hata
þá. Slíkum göngumönnum mátti stefna, þar sem menn vissu náttstað
þeirra siðast, og dæma þá til skóggangs, sem var sú þyngsta hegning,
er lög heimiluðu. Eigi áttu slikir göngumenn heldur neinn arf að taka
nje gátu krafizt nokkurra bóta, þótt gert væri á hluta þeirra; þeir vóru
með öörum orðum algerlega rjettlausir. Börn þeirra misstu og að nokkru
leyti bæði rjett til arftöku og til framfærslu hjá ættingjum sínum.
Hverj-um manni var og heimilt að gelda slika göngumenn, og varðaði eigi við
lög, þó aö þeir fengju örkuml af eða bana. Pá mátti og eigi að eins
lúberja að ósekju, heldur var það jafnvel álitiö verðlauna vert, ef menn
gerðu það. Ef bóndi hafði gefið göngumanni mat og átti á hættu að
verða dæmdur fjörbaugsmaður fyrir þaö, þá gåt hann friðþægt fyrir brot
sitt með því að taka göngumenn og hýða fullri hýðingu, og var þaö
Jögvörn í máli hans, og eins rjett fyrir því, þótt þrir búendur hefðu aö
þvi borfið að hýða einn mann. ,

Aptur beittu menn ekki eins höröu viö þá göngumenn, er gerðust
húsgangsmenn annaðhvort af f>ví, áð þeir gátu ekki unnið fyrir sjer
sökum lasleika eða elli, eða af því að þeir áttu svo illt hjá þeim
ættingjum sinum, er þá áttu fram aö færa, að þeim var ekki við vært.
Við þennan flokk göngumanna virðast hörku-ákvæði þau, er áður er
getið, ekki bafa átt. Slikir göngumenn áttu rjett á sjer, en fengu þó
eigi sjálfir fullar bætur, ef gert var á hluta þeirra, heldur skyldu þeir
ættingjar þeirra, er gerðust sóknaraðilar i málinu, fá þriðjung bótanna.

Af því, sem hjer hefur verið frá skýrt, má sjá, að eins og menn
Ijetu sjer næsta umhugað um, að bua svo um hnútana, að allir, sem
væru sannarlega þurfandi, fengju styrk og framfærslu, eins hlifðust menn
ekki við að beita hinni ýtrustu hörku gegn þeim, er ástæðulaust reyndu
að niðast á góðgerðasemi annara og hafa það með bænajarmi út úr
öðrum, sem þeir hefðu getað unnið fyrir, ef þeir hefðu viljað neyta
krapta sinna. Menn álitu það ekki hæfa eða hollt fyrir þjóðíjelagið, að
letinginginn væri látinn liggja upp á dngnaðarmanninum og ríða hann
á slig.

[Framhald síðar.]

V. G.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0035.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free