- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
28

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28

um og niddist á góðgerðasemi einstakra manna, sem sökum hinnar
fram-úrskarandi gestrisni, er lá i landi, gåt oröið ærið útdráttarsöm fyrir hvern
einstakan, og þá lika fyrir þjóðfjelagið, heldur miðuðu þau og til að
tryggja rjett manna og löghelgi, er virtist geta veriö hætta búin af sliku
flakki, en ekki auðhlaupið að úr að bæta. Það var því ákveðið, aö
hver maður skyldi hafa fengið sjer vist eða heimilisfang hinn síðasta
vorfardag (sunnudaginn í 7. viku sumars), og varðaði útlegð (p: þriggja
marka sekt), ef út af var brugðið. Sömu hegning varðaði það, ef maður
fór vaflanarförum hálfan mánuð eða lengur innan fjórðungs, eða mánuð
og úr fjórðungi, án þess að hann ætti nokkurt erindi, nema að hlífa búi
sinu eða griði (p: hlifa sjálfum sjer eða húsbónda sinum við að fæða
sig). En færi maður og þægi ölmusugjafir hálfan mánuð eða lengur,
eða heföi bann gistingar, þar er hann gat, þá bar að skoöa hann sem
hreinan og beinan flakkara (göngumann, húsgangsmann, förumann), og skyldi
f>á beita hann mjög hörðu.

Að þvi er flakkara snerti, f>á var J>að algild regla, að enginn mátti
hýsa þá eða gefa þeim mat og varðaði hegning, ef út af var brugðið.
Á fyrri hluta þjóðveldistimans varðaði það útlegö (0: 3 marka sekt), en
seinna var hegning þessi hert svo mjög, að það varðaöi fjörbaugsgarð
(p: menn misstu landsvist eða vóru dæmdir i þríggja ára útlegð og fje
þeirra gert upptækt). Hið eina, sem þeim mátti gefa að ósekju, var
skór og föt. Svo er að sjá sem jafnan hafi verið mikill fjöldi
göngu-manna á alþingi, og áttu þeir þar jafnvel búðir. E11 þar var þó eigi að
eins bannað að gefa þeim nokkurn matarbita, heldur var mönnum og
bannað að låta búðardyr sinar standa opnar um matmálstíma, af þvi að
þá væri hættara við, að menn kynnu að leiöast til að brjóta á móti
þessu banni. Kæmu göngumenn samt inn í einhverja búö um
matmáls-tíma, til þess að biðja sjer matar, þá áttu eigendur búðarinnar að fá
menn til að færa þá út, og þótt þeir væru allhart út færðir, þá áttu þeir
ekki á sjer, ef ekki var örkuml gjört að þeitrt. Búðir göngumanna á
alþingi, er báðu sjer matar, vóru og óhelgar við broti, og varðaði
hverj-um fjörbaugsgarð, er þær vildi verja. Ef göngumenn höfðu tje með að
fara, þá mátti taka það allt af þeim, og þó þeim hefði verið lánað það
fje eða selt á leigu til þingloka, er af þeim var tekiö, þá áttu hinir
lög-legu eigendur þess enga heimting þess fjár. Pvi einu fje, er tekið var
at" göngumönnum, varð aptur að skila, er þeir höfðu þjófstolið eða náð
undir sig án þess aö eigandinn heföi gefið samþykki sitt til.

Annars greindu menn göngumenn í tvo flokka. Mestri hörku beittu
menn við þá, er gerðust húsgangsmenn heilir og svo hraustir, að þeir
hefðu getað fengið sjer tveggja missira vist, ef þeir hefðu viljað vinna,
sem £>eir hefðu getað, eða eins og annars staðar er að oröi kveðið,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0034.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free