- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
35

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

35

vinna ógagn, en innst í hjarta sinu var ekkaþrunginn
einstæð-ingur.

Hann var gjörður utlægur; en það var nóg eptir i Noregi
af þeim, sem voru af sama berginu brotnir. Þeir höfðu nú
bland-azt saman við hina, og hið dökka yfirbragð þeirra kom hvervetna
fram. Einu sinni höfðu þeir nálega komið þjóðinni á
heljarþröm-ina, af því að kringumstæðurnar gáfu þeim ofmikið ráðrúm. Að
þessar andstæður komi greinilega fram, er blátt áfram hollt; með
því einu móti verður vakandi frelsi fengið. Þær verða aldrei
full-sáttar, linna aldrei látum, fyr en vjer höfum fengið
manníjelags-skipun þannig vaxna, að heildin hamli ekki vexti
einstaklings-ins, — þ. e. a. s. aldrei. En það riður á því, að hið bjarta sje i
ríflegum meiri hluta, að þjóðarhugsjóninni sje borgið. Og um
þetta bera bókmenntirnar ljósan vott. Geðblærinn eða hvað jeg
nú á að kalla þetta veðurlag eða útlit lundernisins, sem allt hitt
er einskonar innviðir í —, þessi geðblær reynist bjartur í
bók-menntunum. Enn greinilegar kemur þetta i ljós hjá þeim, bæði
körlum og konum, sem ’þjóðin á öllum öldum hefir kosið sem
fulltrúa sína og forkólfa. Hafi Egill Skallagrímsson eða nokkur
hans ættar á seinni eða siðustu tímum —■ í vægara nútíðarsniði —
hafi þeir verið, eða sjeu þeir meðal þessara hinna útvöldu
þjóðar-innar, þá er það að eins sem einn á móti tíu, eða jafnvel tuttugu.
Haraldur hárfagri, höfundur ríkisins, Hákon sonur hans, niðjar
hans Olaíur Tryggvason og Olafur helgi, allir Noregskonungar,
eru tígulegir glæsimenn. Höfðinginn Einar þambarskelíir, er
frem-ur öllum öðrum að fornu og nýju má telja öndvegishöld Þrænda,
var af sama trausta berginu brotinn. Og sú ást og virðing, sem
þeir nutu!

Á seinni tímum varð hin stormglaða sjóhetja Peter Wessel,
eptirlætisgoð gjörvallrar þjóðarinnar. Háðleikaskáldið Ludvíg
Hol-berg, er stendur jafnfætis Moliére, hinn hláturmildi völundur,
sem með andríki iþróttar sinnar ruddi nýjum hugsjónum braut
um gamlan grundvöll . . . rit hans (t. d. Peder Paars) voru lærð
spjaldanna á milli utanbókar. I norðurhluta Noregs lærði
bók-staflega hver maður utanbókar kvæði eptir prestinn Peder Dass
af skozkri ætt, eiginlega Dundas). Hann er eitthvert hið
bjart-lyndasta skáld í bókmenntum heimsins, og það þótt hann byggi
uppi í hinu niðdimma vetrarmyrki’i Norðurlandsins og ætti jafn
óblíðan nágranna og Atlanzhafið er. Hans hughrausta lund varð

3*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0041.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free