- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
58

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.



Hún lýsir einkum lífinu á Vesturlandinu, mönnum frá
Björg-vin og þar úr grendinni, frá fæðingarstað hennar og leikvelli
æsku-stöðvanna. Eru |>að sannar lýsingar á hversdagsiðju mannanna,
syndum þeirra, sjálfsblekkingu og seigu elju. Enginn er svo
auð-ugur af sjálfsjeðum athugunum. Vjer getum ekki framar sjeð
ljós-mynd af Björgvin eða nærsveitum hennar, án þess að oss svifi um
leið fyrir hugskotssjónir lífsfjörgu eða áhrifamiklu lýsingarnar
hennar.

Og samt sem áður. — I sögu sinní »Hamingjan« (Fortuna)
hefur Alexander Kielland leitt fram á sjónarsviðið konu frá
Björg-vin, sem Wencke heitir. Hann hefur látið hana koma þannig
fram, að hjá henni sameinast það, sem gott er í arfgengum
hátt-um og siðum hins forna verzlunarbæjar, og menntaður
framsókn-arvilji nútimans. Því að einnig á vorum tímum búa í Björgvin,
fremur en í nokkrum öðrum bæ i Noregi, eða jafnvel á
Norður-löndum, farfúsir menn og atorkusamir, sem hafleiðis standa í
sam-bandi við England, Þýzkaland, Frakkland og Spán. J^eir, sem
helztir eru þessara misjöfnu, hugmyndaríku manna, eiga i fornri
menntun fastan grundvöll undir allt nýtt. Frú Wencke er
ástdð-leg imynd Björgvinjarkvenna, og er hún gædd fjölbreyttum
blend-ingi af lyndiseinkennum þeirra.

Þess vegna er hún, — jeg þori ekki að segja björgvinskari en
myndasafn Amalíu Skrams; það væri í mesta máta órjettlátt. En
svo mikið þori jeg að fullyrða, að þá fyrst, þegar mynd Alexanders
Kiellands af Wencke hefur verið sett upp í sal þeim, sem vjer
verðum að ganga i gegnum, til að komast á myndasafn Amaliu
Skrams, og ganga gegnum aptur, þegar vjer förum út þaðan, að
þá fyrst hefur myndasafn Amaliu Skrams fengið þann
fyllingar-auka, sem það má ekki án vera.

En nú má það mikið vera, ef ekki einmitt Amalia Skram,
hún og engin önnur, eða hún fremur öllum öðrum, hefur vakað
fyrir Alexander Kielland, þegar hann var að lýsa Wencke! Að
minnsta kosti hljótum vjer hinir að hugsa til hennar eins og hún
er, þegar hluttekningin og vígamóðurinn skin ut ür henni. Þetta
gefur vonir um, að meira búi i hinum auðugu gáfum hennar, en
hún hefur enn getað látið koma i ljós.

Seinasta bók frú Amaliu Skrams er þrekvirki. Hún ljet taka
sig inn á geðveikrastofnun og leitaði sjer þannig næðis og bóta
á taugasjúkleik. A þann hátt fjekk hún færi á að athuga einn af

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0064.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free