- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
75

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

75

leiðrjettíngunum aptan viö bókina, en fáeinar standa þó enn óhaggaðar.
Pannig stendur á bls. 19 (í vísu eptir Bólu-Hjálmar, 3.1.) hanga í.banga,
og á bls. 82 Pormóður porfason f. Torfason, en aptur er nafn hans rjett
á bls. 110 og 138. A bls. 161 er töluþráður f. talþráður og 21 °/0 f.
2 . 1 °/0, og á bls. 27 og 291 leiruskáld f. leirskáld. Hið fyrra könnumst
vjer ekki við, en leirskáld er almennt um allt land. A bls. 16 segir að
beinakerling sje nafn á vörðum, sem reistar sje á fjallvegum til
leiðbein-itigar fyrir vegfarendur. En petta er ekki fullkomlega nákvæmt, þvi
allar vörður era ekki beinakerlingar, heldur þær einar, sem bein eru í
af skepnum, sem farizt hafa á staðnum, og grjóti síðan verið hlaðið
utan um. Nafnið mun stafa frá beinakerlingunni á Kaldadal, sem
ein-mitt er þannig undir komin. Á bls. 202 er komizt svo að orði, að út
lítur fyrir að Helgi Hálfdanarson sje enn á lífi og enn forstöðutnaður
prestaskólans. En hann dó, eins og kunnugt er, 2. jan. 1894. A bls.
361 segir, að Jónas Hallgrímsson hafi bundizt stúlku í Reykjavik, en
hún hafi ekki getað fylgzt með unnusta sinum til útlanda og virðist
hafa dáið á undan honum. Petta mun nú miður rjett. Jónas var að
sönnu ástfanginn, en trúlofaðist aldrei. Hann bað ekki einu sinni
stúlk-unnar, af pví honum þótti framtíð sín svo óviss, og pað er víst
vafa-samt, hvort stúlkunni nokkurntima hefir verið fullkunnugt um, hve mikla
ást bann hafði á henni. Stúlkan mun síðar hafa gipzt öðrum, og að
pvi er vjer vitum bezt lifað lengi eptir Jónas látinn (þangað til 1857).

Vjer megum vera höf. mjög þakklátir fyrir þessa bók. En í
raun-inn; hefir hann þó að vissu leyti gert okkur íslendingum stóreflis
minnk-un með henni. fvi þegar nú útlendingar, sem kynnast vilja
nútiðar-bókmenntum vorum, fara aö spyrja okkur, hvar sje nú bezt yfirlit yfir
pær, hver sje bezta bókmenntasagan okkar, þá verðum vjer með
kinn-roða að svara, að hún sje nú á þýzku og rituð af útlendingi suður i
Vinarborg. Og ekki nóg með það, heldur verður og hjer eptir hver
sá Islendingur, sem vill fyrirhafnarlítið kynna sjer sögu nútíðarbókmennta
vorra, að leita fræðslunnar i þessari bók, þvi bókmenntasöguágrip dr.
Finns Jónssonar er allt of stutt til þess aö vera fullnægjandi, þótt það
auövitaö væri mikilla þakka vert og sjálfsagt hafi orðið Poestion til stuðnings
að ýmsu leyti. En það er mein, hve bók Poestions er dýr (18 kr.)i
því hætt er viö, að það fæli margan frá að kaupa hana, sem annars
mundi hafa gert það. Þeir, sem hafa ráð á því, ættu pó að kaupa
hana, pvi það er mikils viröi fyrir hvern mann að eiga gott yfirlit yfir
bókmenntir pjóðar sinnar, og pá ekki sízt fyrir Islendinga, sem fátt eða
ekkert eiga betra i eigu sinni en eimnitt bókmenntirnar.

Fyrir næstu jól ætlar Poestion að gefa ut urval af islenzkum
kvæð-um á þýzku, og á sú bók að heita »Islandsblóm« (Eislandblüthen) og
kosta 1 kr. 80 au. Ætlar hann í því safni aö prenta fegurstu kvæöin
úr »lsl. Dichter«, en auk þess um 20 ný kvæði, sem hann sjálfur hefir
þýtt. Hann hefir og i hyggju að rita framvegis smágreinar um það,
sem nvtt kann að birtast i islenzkum bókmenntum, og væri pvi vel
gert, að gera honum hægra fyrir með því, að senda honum eintak af
því, sem menn gefa út, þvi annars er hætt við, að honum verði um
megn að afla sjer þess. Utanáskrípt til hans er: Bibliotheksdirector J. C.
Poestion, Wipplingerstrasse 11, Wien. V. G.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0081.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free