- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
80

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

8o

fööurlandsvinur Jón Eiríksson hefði ekki barizt á móti því. Það sje því alger
lega rangt aö kveða upp slíkan áfellisdóm yfir stjórninni fvrir fastheldni hennar
við einokunina, sem hingað til hafi verið gert í íslenzkum ritum. Að gera það,
hafi verið pólitiskt bragð, sem hafi reynzt allgott æsingarmeðal, en það hafi
jafnframt orðið til þess, að menn hafi fullkomlega haft endaskipti á hinum rjetta
sögulega sannleik. — Ritgerðin er mjög fróðleg og skemmtilega rituð og
dóm-ar höfundarins bæði sjálfstæðir og vel rökstuddir. Er því enginn vafi á því, að
hún rnuni verða til þess, að Islendingar líti ekki hjer eptir eins einhliða og
hlut-drægt á afstöðu stjórnarinnar til einokunarverzlunarinnar, eins og hingað til
hefur tíðkazt, meðan hver hefur jetið allt eptir öðrum án allrar rannsóknar eða
sannana. En þótt raenn verði að játa, að höf. muni hafa rjett fyrir sjer í
aðal-efninu og hann þannig hafi gert þarft verk með því að leiðrjetta sögulega villu,
þá verður það hins vegar varla varið, að hann hafi stundum gert sjer nógu mikið
far um að verja stjórnina, og ef til vill stigiö fæti iramar í þá áttina, en full
ástæða var til.

FYRIRLESTRAR UM ÍSLAND. Hinn 6. nóv. 1897 hjelt dr. Vallýr
Guó-mundsson fyrirlestur í Stúdentasamkundunni (»Studentersamfundet«) í Khöfn um
stjórnarskrárbaráttu íslendinga. Á eptir fyrirlestrinum urðu töluverðar umræður,
og tóku þátt í þeim meðal annara þrír danskir ríkisþingmenn og tveir íslenzkir
menntamenn. I þessurn fyrirlestri átaldi dr. Valtýr Dani fyrir, hve lítið far þeir
hefðu gert sjer um að kynnast íslandi og högum þess hingað til, og ljet í ljósi
ósk siua um, að þeir tækju sjer fram í því efni framvegis. Er svo að sjá sem
menn hafi viðurkennt, að þessar ákúrur væri á rðkum byggðar, þvl skömmu síðar
(í sama eða næsta mánuði) vóru haldnir í Khöfn þvír fyrirlestrar um Island.
Hjelt einn þeirra H. Rørdam, fólksþingmaður (sem komið hafði til Islands
síðast-liðið sumar og var einn þeirra ríkisþingmanna, er tekið höfðu þátt í umræðunum
á eptir fyrirlestri dr. Valtýs), í fyrirlestrafjelagi jafnaðarmanna, og var hann ura
lsland almennt, náttúru þess, íbúa, sögu o. s. frv. Annan fyrirlesturmn. líks
efnis, hjelt skáldkonan Johanne Schjørring í fjelagi einu fyrir kvennhöfunda og
listakonur; hinn þriðja hjelt kandídat H. Wiehe (sá er útlagði sögur Gests
Páls-sonar) í málfræðingafjelagi einu, og var fyririestur hans um islenzk skáld, einkum
þá Bjarna Thórarensen og Jónas Hallgrímsson. Nokkru seinna (í jan. 1898) fjekk
dr. V. G. áskorun um að halda fyrirlestur um ísland i fyrirlestrafjelagi fyrir
Hringstaði (Ringsted) og nærsveitir þess bæjar á Sjálandi, en hann tjekk cand.
phil. Guðmund Finnbogason fyrir sig og hjelt hann þar fyrirlestur um ísland
almennt 30. jan. þ. á., og var gerður að góður rómur og stuttlega írá honum
skýrt í blöðum Hringstaða. Þá hjelt og höfuðsmaður Daniel Bruun hinn 14. des.
1897 fyrirlestur í hinu konungl. norræna Fornfræðafjelagi um hina elzty
húsa-skipun á íslandi, Færeyjum og Grænlandi. — Á Englandi hjelt dr. Jón Stefdnsson
árið sem leið (1897) marga fyrirlestra, að meira eða minna leyti um islenzk efni,
t. d. í Barrow-in-Furness, Coniston, Bristol og í »Gaelic Societys í Lundúnum
(um Norðmenn á Suðureyjum). Hinn 25. febr. þ. á. hjelt hann og fyrirlestur
um norræn staðanöfn á Skotlandi fyrir þrem fjelögum í Lundúnum í einu (»Irish
Literary Society«, sGaelic Society« og »Viking Club«), og stýrði Reay lávarður
þeim fundi. y q

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0086.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free