Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
116
»Agúst! Agúst! Hvað ætlarðu að gera?« kölluðu báðar
kon-urnar og reyndu að halda í hemilinn á honum.
»Jeg er reiðubúinn«, svaraði keisarinn og sló um leið frá sjer
feldinum. En þá var eins og Agúst hefði verið lostinn af
eld-ingu og hann varð fölur sem nár.
»Keisarinn!« stamaði hann út úr sjer og kastaði sjer á knje
og grátbændi um miskunn fyrir móðgunaryrði sín. Konurnar
köstuðu sjer nú lika á knje.
»Standið upp og verið glöð!« sagði keisarinn. »Þið eruð
sómafólk, og jeg vil fá að verða skírnarvottur allra barnanna ykkar«.
I 9 ár samfleytt kom Ágúst reglulega á hverju ári og
til-kynnti keisaranum, að nú væri hann aptur búinn að eignast son.
Fegar langt var liðið á 10. árið, mætti keisarinn einu sinni Agúst
í hallarganginum í Burg.
»Nú er líklega sá tíundi á ferðinni«, sagði keisarinn
kát-broslega.
»Nei, yðar hátign; það hefur ekki árað vel í ár. I þetta sinn
kem jeg ekki til að fá mjer skírnarvott, heldur í öðrum erindum.
Jeg hef heyrt að ófriður væri í þann veginn að byrja og kem nú
til þess að biðja leyfis yðar hátignar til að jeg megi fara með
hern-um sem sjálfboðinn hermaður. Bróðir minn, seni er óhraustur,
ætlar að annast verzlunina, sem mildi keisarans míns studdi mig
til að koma á fót.«
»En hvað segir konan þin um þessa fyrirætlan?«
»Konan min mun bara elska mig enn heitar, ef jeg kem
heim aptur með sárum, sem jeg hef fengið í þjónustu keisarans
mins.«
Hálfu ári síðar kom Ágúst aptur til Vínarborgar og hafði þá
heljarmikið ör á vanganum og á brjóstinu verðlaunamerki fyrir
góða framgöngu.
Jósef II. hafði mjög gaman af að segja frá þessu æfintýri
sinu og bætti þá ævinnlega við:
»Jeg segi ykkur það satt, að þessi unga stulka, hún María,
hefur ekki gert neina smáræðisbreyting á skoðunum minum að
því er snertir kvenndyggðir.«
Þýtt af
V. G.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>