- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
121

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

121

Marskálkurinn var í rúminu og enn í fasta svefni, þegar
honum kom þessi orðsending. En hann var ekki lengi að tvlnóna
við að komast á fætur og var pví alklæddur að fám
minút-um liðnum.

Napoleon var að lesa Berthier hershöfðingja fyrír ýmsar
fyrir-skipanir, þegar Lefebvre ljet tilkynna komu sína.

»Nú þegar!« sagði Napoleon dálítið hissa. »Þetta getur
mað-ur, svei mjer, kallað að flýta sjer. Finnst þjer ekki lika, Berthier,
að hann kunningi okkar hertoginn hafi i þetta sinn sýnt fádæma
rögg af sjer?«

Síðan sneri keisarinn sjer að boðliðanum og bætti við:

»Viljið þjer segja hertoganum af Danzig, að jeg hafi beðið
hann að gera svo vel að koma hingað, af því að mig langaði til
að njóta peirrar ánægju, að borða með honum dögurð. En biðjið
hertogann að gera svo vel og biða í framherberginu fáeinar
mín-útur, af pví jeg eigi svo annríkt í svipinn.«

Boðliðinn hjelt, að keisarinn hefði misskilið sig, og vakti
athygli hans hátignar á því, að hjer væri eigi að ræða um neinn
hertoga af Danzig, heldur væri pað hann Lefebvre marskálkur, sem
hefði látið tilkynna komu sína.

»Farðu bara út og segðu pað, sem jeg hefi sagt«, svaraði
Napoleon brosandi. »Ef jeg vil gera einhvern að hertoga, þá á
jeg líklega með það; er ekki svo? Enda verðið pjer sjálfsagt að
játa, að hann Lefebvre marskálkur hefur með hinu síðasta
frægi-lega afreksverki sínu unnið til pess, að honum væri sýndur
ein-hver sómi.«

Boðliðinn hneigði sig og hafði sig út til marskáiksins, sem
átti bágt með að låta ekki bera á ópolinmæði sinni yfir pvi, að
purfa að bíða sona lengi. Hann gåt heldur ekki skilið i pví, að
keisarinn skyldi nú pegar, sona snemma morguns, hafa gert orð
eptir sjer aptur, par sem peir höföu skilizt svo seint kvöldinu áður.

»Jeg átti að skila frá hans hátign,« sagði boðliðinn, »að hann
bæði yðar hágöfgi að bíða fáeinar mínútur. Hans hátign langar
til að borða dögurð með yðar hágöfgi, en er í svipinn i óða önn
að lesa ýmsar fyrirskipanir fyrir honum Berthier hershöfðingja.«

»Hans hátign verður að ráða«, svaraði marskálkurinn og settist
á stól, án pess að taka eptir pessum nýja, göfga titli, er hann hafði
verið ávarpaður með.

Tiu mínútum siðar hringdi keisarinn, og skömmu siðar kom

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0135.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free