- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
122

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

122

boðliðinn aptur og bað marskálkinn að koma inn í borðsalinn,
þar sem hans hátign og Berthier hershöfðingi vóru þegar seztir
undir borð.

Jafnskjótt og Lefebvre kom inn úr dyrunum, sneri keisarinn
sjer við, breiddi út arma sína á móti honum, eins og hann ætlaði
að faðma hann að sjer, og mælti kátbroslegur í bragði:

»Góðan daginn, góðan daginn, liertogi góður!«

»En, yðar hátign, hvernig.....«

»Komið þjer nær hertogi góður! Hvernig getur yður dottið í
hug, hertogi góður, að standa kyr þarna út við dyrnar? Komið
þjer hingað, hertogi góður, og setjið yður við hliðina á mjer.«

Lefebvre vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, og settist við
hið ríkmannlega dögurðarborð með viðlika bragði og maður, sem
finnst með sjálfum sjer, að verið sje að leika á hann, en hefur þó
ekki almennilega hug til að mæla d móti.

Keisarinn ljet þó ekki vandræðasvip marskálksins fá agnar ögn
á sig, heldur hjelt áfram að kalla hann »hertoga« i annari hverri
setningu, og brýndi að lokum raustina og sagði:

»Hej’rið þjer, hertogi minn góður, það hefur úr áreiðanlegum
stað borizt mjer til eyrna, að yður þyki so dæmalaust gott
sákku-laði. Segja menn þetta satt? Þykir yður súkkulaði í raun og veru
so tjarskalega gott, hertogi góður?«

>Já, yðar hátign, en . . . .«

»Rjett, hertogi góður! Það gleður mig að sagan er sönn. rví
miður get jeg ekki boðið yður bolla af súkkulaði við þennan
dögurð. Jeg var að hugsa um það í morgun, en gleymdi að segja
matreiðslumanninum það. Aptur er mjer sönn ánægja í því að
rjetta yður pundsfjórðung af ágætis súkkulaði frá þýzka
kryddsal-anum í Danzig . . . Það var sannarlega fallega af sjer vikið af
yður að vinna þá borg, og mjer hefur þvi hugkvæmzt, að það
væri sanngjarnt, að þjer fengjuð eitthvað fyrir ómakið, þó það
aldrei verði nema — ein súkkulaðikaka«.

Að svo mæltu stje keisarinn með kankvíslegu brosi undan
borðum, gekk að skattholi sinu og tók úr því lítinn böggul
af-langan, er silfurpappír var vafið utan um, og rjetti hann að Lefebvre
með þessum orðum:

>: Hertogi góður! Mjer hlotnast hjermeð sá heiður, að rjetta
yður vel veginn pundsfjórðung af ósviknu súkkulaði, og vona jeg
að þjer látið svo lítið að þiggja þessa lítilfjörlegu gjöf mina. Með

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0136.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free