- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
142

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

142

nokkrum af hinum elztu kvæðum norskra og íslenzkra skálda«.
Næstu ár þar á eptir hjelt hann enn áfram vísindarannsóknum
sinum og fjekk til þess töluverðan styrk, en vann að öðru leyti
fyrir sjer með kennslu, unz hann 1887 var jskipaður
bráðabrigða-kennari (midlertidig Docent) við háskólann i norrænni tungu og
bókmenntum, fyrst til þriggja ára, en síðan (1890) um óákveðinn
tima. þeirri stöðu hefur hann verið siðan, unz hann nú hinn
29. marz þ. á. var af konungi skipaður aukaprófessor (Professor
extraordinarius) við háskólann með sömu launakjörum sem aðrir
reglulegir háskólakennarar. Skömmu siðar (15. apr. þ. á.) var
hann kosinn fjelagi i »Hinu danska visindafjelagi« og hefur hann
þannig hlotið þá hæstu viðkenningu, sem Danir geta veitt
visinda-mönnum sinum. Hann befur i mörg ár verið i stjórn «Hins
islenzka bókmenntafjelags« og »Útgáfufjelags norrænna fornrita«
og i fornritanefnd »Hins konunglega norræna fornritafjelags.« —
7. nov. 1885 kvæntist hann danskri konu, Emmu Herazcek, dóttur
hirðsverðskriða H. i Kaupmannahöfn, og eiga þau einn son, er
Jón heitir, eptir föðurafa sinum.

Það yrði löng skrá, ef telja ætti upp öll rit og ritgerðir dr.
Finns. Pegar á stúdentsárum sinum tók hann að fást við
útgáf-ur af fornritum vorum, og siðan hefur hann svo að segja á hverju
ári gefið út eitt eða fleiri af þeim. Hann hefur þannig gefið út
Reykdælu og Valla-Ljótssögu (1881), Svarfdælu og Þorleifs þátt
jarlsskálds (1883), Eglu (1886—88, og aðra útgáfu af sömu sögu
með skýringum á þýzku 1894), Islendingabók (1887), Snorra Eddu
III, 2 (skáldaæfir, 1887), handútgáfu af Sæmundar Eddu fyrir
Þjóðverja (Eddalieder, 1888—90), ljósprentaða útgáfu af sama riti,
ásamt prófessor L. Wimmer (Codex regius 1891), Hauksbók, ásamt
varaprófasti Eiríki Jónssyni (1892—96), Heimskringlu (1. hepti kom
út 1893 °d síðan hefur komið út eitt hepti á hverju ári, en
verk-inu er enn ekki lokið), Brot úr Kringlu og Jöfraskinnu (1895),
Brot úr Sæmundar Eddu (1896) og Ferna forníslenzka
rímna-fiokka (1896). Auk þess hefur dr. Finnur ,samið skýrslu um
hand-ritasafn Bókmenntatjelagsins II, 2. (1885), Agrip af bóktnenntasögu
Islands (1891—92), Stutta íslenzka bragfræði (1892), Fornnorska og
fornislenzka bókmenntasögu (I. bindi kom út 1894 og síðan hefur
kemið út II, 1 [1895] og II, 2 [1897], en verkinu er enn ekki
lokið) og mesta sæg af ýmiskonar ritgerðum í timaritum og öðrum
safnritum, einkum i »Arkiv för nordisk Fílologi« og »Aarbøger
for nordisk Oldkyndighed og Historie.«

Það, sem einkum einkennir útgáfur dr. Finns af fornritum
vorum, er, hve »praktiskar« þær eru og hentugar til afnota við
visindalegar rannsóknir. Það er ekki nóg með það, að
hand-ritunum sje stranglega fylgt, þau greind og gildi þeirra metið,
heldur fylgja og jafnan fróðlegar athugasemdir, visnaskýringar,
tímatal, samanburður við eldri útgátur og margt fleira, sem
fræði-mönnum er harla kærkomið. Langflestar af ritgerðum dr. Finns
lúta að rannsóknum á fornum skáldskap og braglist, en sumar
þó um ýmislegt annað. Einna mest kveður að ritgerðum hans

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0156.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free