- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
181

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

i8i

er um langan tíma hafði borið ægishjálm yfir allri Evrópu, Ioks
var hnepptur í hald á eyðieyju út i reginhafi.

Langt i austri gat að líta, hversu gamla Hellas reisti við að
nýju, hversu fegurðin og hugsjón hinnar rjettu trúar vann sigur
á hroðanum og hinni hvumleiðu vantrú. Við höfðum líka sjálfir,

— eða rjettara sagt ágætismaðurinn Thorvaldsen fyrir vora hönd, —
stutt að því að endurreisa hið fallna ríki fegurðarinnar. En við
höfðum sjálfir — og pað var okkar mesti metnaður •— grafið fram
úr myrkrunum nýjan, pjóðlegan heim, sem allflestum pótti ekki
minna í varið að fegurð og auðgi en hinn hellenska; pað var
fornöld vor, fegursti og frægasti tími í sögu norrænna pjóða,
áð-ur en fjandskapur og flokkadrættir skiptu pví riki, er tengt var svo
nánum sifjum, í tvo andstæða hluta. En að eins fimtán árum
eptir að Svípjóð hafði svipt okkur Noregi, setur stórskáld Svía,
Tegnér, lársveig um enni Øhlenschlägers i dómkirkjunni í Lundi

— þar sem erkistóll Dana hafði staðið fyrir eina tíð — og mælir
svo feldum orðum:

»Skaldernas Adam är här, den nordiske sångarekungen

Tronarfvingen i diktningetis verld, ty tronen är Goethes.–-

Söndringens tid iir förbi (och hon borde ej funnits i andens
Fria, oändliga verld), och beslägtade toner, som klinga
Sundet utöfver, förtjusa oss nu, och synnerligt dina.
Derföre Svea Dig bjuder en krans, här för jag dess talan:
Tag den af broderlig hand och bär den til minne af dagen«.1

Og pær hugsanir, er hjer komu fram, efldust og styrktust;
pær breiddust brátt ut um öll Norðurlönd og áttu ekki að eins
heima i »hinum frjálsa andans heimi, er engra takmarka kennir«.
Það voru hugsanir, er sættu eigi neinum verulegum hnekki fyr
en 1864, og pá liklega að eins um stundarsakir; pað voru
hugsanir, sem urðu mikils góðs og ef til vill lika mikils ills valdandi,
því að óðar en að komið var i nöp með Dönum og Þjóðverjum,
pótti mönnum sem Norðurlönd væru upphaf allra góðra hluta
og fátt að nokkru uýtt, sem ekki var paðan runnið. Sampýðis-

1 Þ. e. Hjer stendur þú Adam skáldanna, konungur norrænna þula, erfingi að
hástóli skáldríkisins, því að hann skipar nú Goethe. Osáttartíminn er úti
(og slíkt hefði aldrei átt að eiga sjer stað í hinum frjálsa andans heimi,
er engra takmarka kennir); og náskyldir tónar berast handan um sundið og
töfra oss nú, einkum þínir. Þess vegna býður Svíþjóð þjer þennan sveig og
mælir fyrir minn munn: Þigg hann af bróðurhönd og ber hann til menja
um þennan dag.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0199.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free