- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
180

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

i8o

gaum. Øhlenschläger kveður svo að orði: »í dag er allur
smá-sálarskapur að velli lagður, því að skothríðin á Konungadjúpi
hefur leyst landið úr döprum dróma, og vakið anda
forfeðr-anna af fastasvefni. — Helg þögn hvílir yfir borginni; ekkert
verður til að rjúfa hana nema dimmgjallandi þrumuhljóð
fallbyss-anna. Brandur er rekinn fyrir hverjar búðardyr, og ekkert það
lætur til sin heyra, er minni oss á lífsnauðsynjar«. Og enn segir
hann: »Það kvað við hægfara, djúpróma þruma, jörðin skalf,
mosavaxnir bautasteinar bifðust og haugar fornhetjanna, er farnir
voru að síga í jörð, lyptust upp á ný. Þá stigu fram Skjöldur og
Fróði, Sveinn, Knútur og Valdimar, væddir eirbrynjum; þeir
bentu á ryðblettina, er blóðið hafði eptir látið á sverðum þeirra og
skjöldum, — og hurfu. En i dimmu, gotnesku hveliingunni tók
fáninn forni, er gnæfði yfir beinum hetjunnar, að lemjast um af
sjálfsdáðum, svo geyst sem af stormvindi skekinn; og sverðið gall
við hátt í koparkistu Kristjáns fjórða«. o. s. frv.

Það var þó strax einhver annar keimur að þessu en
drykkju-vísum um vín og ástir, vináttu og borgaralegar »dyggðir«! —Eu
svo kom árið 1807, er landið missti flota sinn, og því næst hvert
eymdar og ófriðarárið á fætur öðru allt fram að 1814; og þá tók
ekki betra við, því þá fór ríkissjóðurinn á höfuðið og Noregur
gekk undan. Grundtvig leggur ellihrumum öldung, sem á að
tákna Danmörk, þessi orð í munn: »Jeg átti son, —- það var
þróttur; jeg átti hreina og fagra dóttur, — það var skírlíf auðmýkt.
Hvar sem báran ljek í austri eða vestri við strendur framandi
lands, þá bar hún nafn mitt á baki sjer, og í hinum háreistu
marmarahöllum titraði bleyðin af ótta. Nú hreykir Bretland sjer
drembilega á hinum breiða bekk sem drottning hafsins, en sú var

tíðin, að hún lá fjötruð járnum við fætur mínar.«–Þá fóru

menn að leita burt frá hinu kaldranalega, hrjóstruga
hversdags-lifi til draumalandsins fagra og grjetu sínum göfgustu tárum yfir
»Ijósenglaljóðum« Ingemanns. — En við Danir erum nú einu sinni
ekki svo sjerlega mikið gefnir fyrir að gráta, heldur trúum manna
mest á orðtækið »jafnan kemur skin eptir skúr«, enda varð þess
ekki langt að bíða, að brosið gægðist gegnum tárin, þegar
Heiberg hóf ljóðsöngvaleikrit sín. Nú fór lika að rætast úr
tímun-um, og menn áttu öruggu og rólegu lífi að fagna undir
hlífi-sprota hans hátignar Friðriks sjötta, eptir að friðarspillirinn mikli,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0198.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free