- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
204

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

204

og ánægju í förnum fegurðarheimi, en fylgjast ekki fremur en
sauðir með tímanum. Hann veit hversu embættismönnum í
sveitaþorpunum hættir við að kankbrosa í kampinn að
samborg-urum sínum, þessum dæmalausu smásálum. Og þá er hann ekki
mjög ófróður um alþýðuna á öllum stigum, allt frá
sjálfseignar-bubbum niður í rjettar og sljettar hreppakindur, og óhætt mun
mjer að fullyrða, að engin sje sú stjett í öllu landinu, að hann
hafi ekki dregið einkennismestu meðlimi hennar fram á
sjónar-sviðið og látið þá nauðuga viljuga dansa þar eptir, er hann spilaði
fyrir. Hann þekkir tilfinningar ungra, blóðheitra stórbændadætra
gagnvart úttauguðum götuslánum frá Kaupmannahöfn, veit hversu
greinilega þær skipta litum og verða ýmist rauðar sem blóð eða
hvítar sem mjöll, og svo hvaða augum frúrnar, sem æðstar eru
að mannvirðingum þar í þorpinn, líta á öll þessi ósköp, hversu
þær fyllast helgri vandlæting —- og kveljast af afbrýðissemi fyrir
hönd dætra sinna. Hann veit, hvernig þær fara að dingla
kjól-skottinu, þegar þær fyllast rjettmætri reiði, hvað þær segja
upp-hátt eða hvað þær låta ósagt og undirskilið. Og þegar nú þetta
unga göfugmenni býður frúnum og ungismeyjunum freyðandi
kampavin, kinka þær kolli ofboð stuttaralega eins og hefðarkonum
sæmir, þegar hann kemur með glasið sitt. En verði honum það
á að skotra augum til stórbóndadótturinnar, þjóta þær burtu
bál-öskuvondar — en kneyfa þó úr glasinu fyrst, —• og dæturnar tæma
fyrst glösin sín á bak við mæðurnar og senda svo yngissveininum
ásthlýtt augnaráð í dyrunum. Honum er heldur ekki ókunnugt
um, hversu mæður i annari metorðaröð ausa út allri vonzkunni
yfir »bóndastelpuna« og svala sjer í miður »samkvæmishæfum«
orðum. Hann veit, hvernig bústjórar af bændaætt slá pyngju
sinni rothögg til þess að geta keypt sjer háan silkihatt og þannig
hrifið hjarta þeirrar stúlku, er þeir unna og hversu þeir svo smella
með svipunni og spýta langan, þegar afbrýðin blossar upp í þeim.
Mynd sú, er Schandorph bregður upp af lifnaðarháttum og
orð-bragði bænda og kaupstaðabúa, hefur þegar, ef svo mætti að orði
kveða, áunnið sjer »gullaldarjett« í dönskum bókmenntum fyrir
sakir nákvæmni og áreiðanlegleika. — Stundum getur hann þó
ekki að sjer gjört að »skapa ögn í skörðin«, bæta einu atviki við
og færa það dálitið í stýlinn. Og satt er það, að stundum er of
mjög miðað til marks hjá honum, eins og t. d. þegar hann lætur
mosavaxna piparmey, sem liðið hefur skipbrot i lifinu, gæða sjer

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0222.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free