- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
203

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

203

Jeg med Andagt kan beskue
Mangen garamel Florentiner
Med den gyldne Baggrunds Lue,
Hvor i Holdning og i Miner
Bönnen og Extasen ånder;
Men af Lede jeg mig vånder,
Når en Tid med anden Tro
Pröver sligt at efterligne,
Og jeg siger: Gud velsigne
Jer Godtfolk! Men tusind Gange
Heller så et Får, en So!« 1

Og Schandorif er nú einu sinni ekki á sömu trå, og menn höfðu
hangið i að undanförnu, og þess vegna bregður hann sjer svona
gáskalega á leik um byggðina, um stofur greifa og störkaupmanna,
um viðarskemmur og húskarlaskála, um hafnarhlöð og sölubúðir
smákaupmauna i þorpunum. Vjer getum að sjá sárfínar dömur
frammi fyrir borðspeglum sínum, tifandi smákaupmenn i
grútar-legum búðarholum og þrekvaxna bændur með mykjukvisl i hendi
út á fjóshaug. Hann þekkir alla flokka þjóðfjelagsins ut i hörgul,
einkum limaburð þeirra, látæði og orðbragð. Hann þekkir
gor-geirinn i borgarafólkinn gagnvart vinnuhjüunum, er stingur svo
kynlega í stúf við meðferð aðalsmanna á sinum hjúum; hann
þekkir göfgi og drenglyndi gamalla aðalskvenna og slenið og
slána-skapinn i ungum aðalsmannasonum og stórkaupmannasonum.
Hann þekkir margan gamlan »heiðursmann«, sem má ekki sjá
háls og handleggi, auk heldur brjóst á ungri stúlku, án þess að
komast í trylling. Honum er ekki ókunnugt um digurmælgi
sjálfhaíinna auðmanna og óbifandi traust þeirra á pyngjunni, og
hversu fornmálakennarar við lærðu skólana velta sjer með yndi

1 Þ. e. Jeg hef hrópað: Út að kanna byggðina! Slökktu á
nemendalamp-anum! Út um mýrar og haga! Greifasalir og stórkaupmannastofur,
viðar-hús og vinnumannaskálar, hesthús, fjós, hlöður og láfar, stórskytningar og
sveitakrár — allt eru það jafnhentir staðir fyrir pentgrind þína, ef að eins
lífsins eldur logar þar fyrir. — Ef þú ert sjálfur búinn andlegu og listamanns
atgjörvi, þá skaltu ekki vera smeykur við »einfeldni« og »ruddaskap«; sú
mynd ein fær staðizt, er ljós sannleikans leiptrar um. Það getur vaknað
hjá mjer innileg guðræknistilfinning, er jeg virði fyrir mjer marga forna,
flórenzka mynd, með gullnum loga á bak við, þar sem bæn og guðmóður
skín af svip og æði; en hins vegar setur að mjer hroll þegar öld, sem er
annarar trúar, fer að reyna að líkja eptir slíku, og mjer verður að orði:
Ástar þakkir, elskurnar mínar; en þá kýs jeg þúsund sinnum heldur
sauð-kind eða svín!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0221.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free