- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
2

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

II

einstaks manns í landinu sé að meira og minna leyti komin undir
stjórn landsins og þá einnig undir því, hvernig þeir menn beita
valdi sínu, sem kosnir eru af landsmönnum, til þess að sitja á
þingum, í ráðum, í nefndum o. s. frv.

Fyrir því er það nokkurs vert, að menn gjöri sér Ijóst, hvernig
kosningarnar eigi að vera, til þess að geta náð tilgangi sínum.

En áður en vér tökum það til athugunar, þurfum vér að skoða
dálítið, hvers vegna allar þessar kosningar eiga sér stað.

fegar dregur að kosníngum, fara kjósendurnir að verða meira
og minna órólegir. £>ó að einhver vilji vera í friði, dugir það
ekki, því að aðrir koma að utan og sunnan, til þess að ónáða
hann og fá hann til þess að vera með og leggja sitt atkvæði í
metaskálarnar. Stundum fylgja kosningunum mestu róstur, skammir
og illindi; og þeir, sem ekki hafa kosningarréttinn og standa því
að miklu leyti utan við, eins og t. a. m. á sér stað um konur,
furða sig á þessu og óska jafnvel, að engar kosningar væru til og
að vandamenn sínir væru að minsta kosti lausir við þær. En ég
held aö það séu ekki mikil líkindi til þess, að þessar óskir verði
uppfyltar, því að ef vér litumst um í heiminum, þá sjáum vér
fljótlega, að kosningarnar eru stöðugt að verða víðtækari og
víðtækari.

Á síðari árum hefir kosningarréttur manna verið svo aukinn,
að jafnvel gegnir furðu.

Árið 1866 lagði Gladstone fyrir enska þingið frumvarp til
laga um að veita 400 þús. mönnum kosningarrétt til þings.
fing-menn feldu frumvarpið, en í varnarræðu sinni mælti Gladstone til
þingmanna: »Þér getið lagt frumvarp vort í gröfina, en það, sem
vér setjum á leiði þess, eru orðin: Exoriaiur aliquis nostris ex
osszbus ultor (Hefnari skal rísa upp af beinum vorum). Og vér
erum öldungis sannfærðir um, að þau orð munu rætast.

f>ér getið ekki barist gegn framtíðinni. Tíminn er með oss.
Hinar ríku vættir þjóðfélagsins ganga fram með tign og veldi;
háreysti ræðumannanna getur ekki stöðvað þær eitt augnablik eða
beygt; en þessar ríku vættir, þær eru ykkur andvígar, en oss eru
þær hjálparvættir«.

Frumvarpið féll, en Gladstone spáði því sigurs, áður langt
uin liði, enda reyndist þetta svo. Landsmenn voru frumvarpinu
svo fylgjandi, að íhaldsstjórnin, sem kom í stað Gladstonesmanna,
lagði fram árið eftir lagafrumvarp um sama efni. þetta frumvarp

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0008.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free