- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
3

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3

var samþykt, og var þar jafnvel gengið lengra en í frumvarpi
Gladstones.

Árið 1884 fékk Gladstone því framgengt, að verkmenn í
sveit og smábændur fengu rétt til að kjósa til enska þjóðþingsins.
Fyrst þegar Gladstone lagði fram lagafrumvarpið, féll það í efri
deild. Voru þá þjóðfundir haldnir um alt land með miklum
æs-ingum, þar sem því var jafnvel ákaft haldið fram, að bezt væri
að afnema efrideildina, og þegar Gladstone lagði fram frumvarpið
að nýju, sagði hann, að ef efrideildin feldi frumvarpið, þá mundi
hún, ef til vill, fá að fjalla um annað stjórnarskipunarfrumvarp, og
átti hann þar við afnám efrideildar.

pá lét efrideildin undan.

Með þessum lögum fengu 2 miljónir manna kosningarrétt til
parlamentsins á Englandi.

Svo skal ég að eins nefna eitt dæmi frá síðustu árum. Eins
og mönnum er kunnugt, er Belgía iðnaðarland mikið, og er þar
fjöldi verkmanna. Fram að síðustu árum höfðu þeir engan
at-kvæðisrétt til þings, og þó að þeir heimtuðu hann, var því ekki sint.

Árið 1893 bar einn þingmaður það fram á þjóðþingi í Belgíu,
að almennur kosningarréttur skyldi lögtekinn.

Almennur kosningarréttur er lögtekinn í sumum ríkjum, og
er hann fólginn í því, að allir karlmenn hafa kosningarrétt, án
þess að efni eða staða sé til fyrirstöðu. f>annig hafa vinnuhjú
kosningarrétt.

Frumvarp í þessa átt var nú borið upp á þingi Belga árið
1893. Foringjar verkmanna lýstu því yfir, að ef frumvarpið félli,
þá mundu verkmenn hætta vinnu um land alt.

Frumvarpið féll, og nú tóku verkmenn að leggja niður vinnu.
Verksmiðjurnar hættu, alt landið varð í uppnámi og ýmsir
bjugg-ust við uppreisn. f>ingmenn sáu sitt óvænna. Stjórnin fór að
semja um málið og hinn 7. sept. 1893 voru sett lög um þetta
efni. Með þessum lögum fengu mörg hundruð þúsund verkmenn
í Belgíu kosningarrétt til þings, en það er einkennilegt við þessi
lög, að ýmsir menn hafa eftir þeim tvöfaldan og jafnvel þrefaldan
atkvæðisrétt. Efnamenn og mentaðir menn rétt til að greiða
2—3 atkvæði, þar sem verkmenn hafa eitt atkvæði.

En hverjar eru nú hinar dýpri ástæður til þess, að þeir, sem
ekki hafa kosningarréttinn, sækjast svo ákaft eftir að fá hann, og

1*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0009.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free