- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
4

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

4

til þess, að hinir raðandi menn låta undan og auka kosningarrétt
manna.

Það getur ekki verið vegna mentunar, fróðleiks eða
sjálf-stæðis. f>að liggur í augum uppi, að tvær miljónir verkmanna og
smábænda á Englandi hafa ekkí verið mentaðri eða sjálfstæðari
en hinir kjósendurnir, og enn síður á þetta sér stað um
verkmenn-ina í Belgíu, því að sagt er, að mikill fjöldi þeirra verkmanna, er
þar fengu kosningarrétt, hafi hvorki kunnað að lesa né skrifa.

J>að hlýtur því að liggja í einhverju öðru. En hvað er það ?
]?að getur hver maður ráðið skoðun sinni í þessu efni, en ef ég
á að segja álit mitt, þá kemur þetta, eins og margt annað í
heim-ínum, af því, að mennirnir eru ekki eíns og þeir ættu að vera.
Allir þeir, sem hafa haft völdin, hafa misbeitt valdi sínu. 3?egar
aðalsmennirnir höfðu völdin, þá var afleiðingin sú, að þeir lögðu
byrðarnar á aðra. Sjálfir voru þeir lausir við skatta og gjöld til
almennra þarfa, en bændur báru byrðamar og urðu litlu rétthærri
en þrælar. Klerkavaldið var lítið betra. Klerkarnir rökuðu saman
fé handa kirkjum og klaustrum og komu sér undan öllum
skött-um og gjöldum til alnnennra þarfa.

Áður en verkmenn fengu kosningarrétt í Belgíu, réðu
verk-smiðjueigendur mestu, en afleiðingin var sú, að hvergi voru kjör
verkmanna verri en í Belgíu. far voru engin lög til verndar fyrir
börn, unglinga og konur verkmanna, er unnu í verksmiðjunum, og
vér höfum heyrt, á hve lágu stigi mentun verkmanna stóð, sem
beinlínis stafaði af því, hversu lítið var lagt af landsfé til
menta-mála.

Eins og kunnugt er, hafa bændur hér á landi öll ráð við
kosningar til þings. Eins og tekið hefur verið fram, er venjan
sú, að sá flokkurinn, sem ræður, vill skara eld að sinni köku, en
getur ekki litið á málið frá hlið þeirra, sem þeir ráða yfir. En
eru nú bændur hér á íslandi lausir við þetta fremur öllum
öðr-um? Ég efast um það.

Eg skal þannig nefna eitt dæmi. Árið 1861 lagði stjórnin
fyrir alþingi tilskipun um vinnuhjú. ]?á settu alþingismenn inn í
tilskipunina ákvæði um, að húsbóndinn mætti refsa hjúi sínu án
dóms og laga. Oss mundi nú þykja það ofboð geðslegt eða hitt
þó heldur, að sjá húsbændur vera að berja vinnuhjú sín, alveg án
dóms og laga. ‡>etta var samt samþykt á alþingi 1861 með 17
atkvæðum gegn segi og skrifa einu atkvæði. Stjórnin neitaði til-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0010.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free