- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
38

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.



það félli í valinn, né grafa það niður í leigðu moldina. Fyr skyldi
ég hagnýta spíritus læknanna og geyma síðustu leifar Vonar
minn-ar í þessum lofthreina andstæðingi rotnunar og dauba.

Pá sneri ég af þjóðveginum, sem liggur milli læknanna og
kaupmannanna, — en sem þeir aldrei hafa tekiö stein úr —. Eg
fór til Einverunnar, sem var roskin einsetukona. Hún var gömul
vinkona mín, hafði selstöb út við sjóinn, og var ég jafnan
vel-kominn til hennar, þegar öll önnur sund voru lokuð.

Hún var þögul og í þungum þönkum; benti hún mér að
setj-ast á blágrýtisstein, sem var mosavaxinn að ofan, en að sunnan
var hann sólbrunninn og þakinn geitaskóf að norðan.

Eg þáði boðið fegins hugar og tylti mér niður. Eg var
orö-inn dauðlúinn í fótunum og handleggirnir örmagna undir sinni byrbi.
Setti ég þegar Von mína á kné mér og hvarflaði döprum augum
kringum mig.

Dagurinn var nálega liöinn. Sólin var gengin undir í
daln-um þeim megin, sem vegur minn lá. En hinum megin skein hún
glatt og brosti við öllu dauðu og lifandi. Austrið var farið að
dökkna; en vesturáttin stóð í gullsaumuðum litklæðum, sem öll
voru borðalögð, og breiddi faðminn móti kyrlátri nóttinni.

Eg hafði oft og lengi hugsað um ólán okkar Vonar minnar,
en aldrei komist að neinni sennilegri niðurstööu um orsakirnar.
En nú fékk ég að vita það hjá Einverunni. Eg spuröi hana
einskis, en hún sagði mér alt ófregið. Rödd hennar var myrk
og rám og því líkust sem komin væri neðan úr jörðunni. Hún
mælti á þessa leið:

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Afkvæmiö hlýtur aö
erfa foreldrið. Afleiðingin er dóttir orsakarinnar. — Þú brýtur
heilann um vanheilsu Vonar þinnar, af hvaða rótum hún sé
runn-in, og þó liggur hún í augum uppi. Veiztu ekki hve rótgróin
þið eruð saman? Hún er hold af holdi þínu og sál af sál þinni.
Sami stormurinn næðir gegnum ykkur bæbi og hefir nætt. Þegar
þú hefir öslað krapelginn, svo að blóðið hefir flúið upp fyrir
knjá-liði, hefir hún einnig dofnað upp fyrir knésbætur af kuldanum,
þótt hún dræpi ekki tám sínum í vaðalinn. Kuldinn hefir farið
með hana, kuldinn, kuldinn — og hún lagði áherzlu á orðið.
Pú ert alinn upp við harðan kost þessa grimma óvinar frá blautu

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0044.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free