- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
53

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

53

og að ísland er ólíkt öllum öðrum löndum — að því er ég bezt
veit —, hvað ísaldarmenjarnar snertir.

Enginn þeirra jarðfræðinga, sem ferðast hafa á Islandi,
minn-ist á, aö hann hafi séð ísnúna steina í móberginu; en í tölu
þess-ara manna hafa þó verið nafnkendir ísaldarfræðingar eins og t. a.
m. dr. K. Keilhack frá Berlín. En Keilhack virðist hafa komist
lengst í áttina að þessari uppgötvun, eins og nú skal greina:
sKringum Tindafjallajökul og Eyjafjallajökul eru víða þykk lög af
hnullungabergi (Conglomerat) ofan á móberginu, en á því liggja
aftur ísnúin dóleríthraun«. (P, Thoroddsen: Jarðskjálftar á
Suður-landi. Khöfn 1899, bls. 11).

Keilhack fann fyrstur eitthvaö af þessu hnullungabergi 1883
og getur þess, að sér hafi þótt það mjög sviplíkt íslenzkum
jökul-urðum. Ekki leyfir hann sér þó að ætla, að þetta séu jökulurðir
mjög fornar, heldur álítur hann, að hnullungaberg þetta sé árgrjót
frá tertieröldinni. Dr. Thoroddsen rannsakar þessi svæði 10 árum
seinna en Keilhack, og ber þeim á milli um aldur þessara laga:
»Pessi jarðmyndun hefir myndast af rennandi vatni og er ekki
ólíklegt, að hér á landi, sem í öörum löndum, haíi úrkoma verið
mjög mikil rétt á undan ísöldinni; af því varð vatnsrensli miklu
meira en áður og þá hafa hnullungalög þessi orðið til«.
(Thoroddsen: s. st.).

Ég hef ekki séð þetta hnullungaberg og þori því ekki að segja
neitt með vissu um, hvað það muni vera; en síðan í sumar eð
var, er ég fann ísnúna steina í móberginu, hefur mér dottið í hug,
að eitthvaö muni búa undir þeirri líkingu, er Keilhack sýndist
vera milli þessa hnullungabergs og jökulurða, og að því muni ef
till vill vera ísnúnir steinar. En ef svo væri, og hefði Keilhack
komið auga á þessa steina, væri líklega margt óskráð af því, sem
nú má lesa um jarðfræði íslands, eða á annan veg ritað.

I einu af síðustu ritum þess manns, sem vér eigum fyrst og
fremst að þakka það, sem vér vitum um jarðfræði íslands, stendur,
að hann — og þá auðvitað heldur ekki aörir — »hafi hvergí
fundið jökuluröir eða ísrákaðar klappir undir ísnúnu hraununum«.
(Thoroddsen: Explorations in Iceland during the years 1881 —
98. From »The Geographical Journal« for March and May 1899,
bls. 23).

Ég nefni þetta atriði vegna þess, að á því byggir dr.
Thoroddsen mikilsvarðandi ályktanir í jarðfræði landsins. »Hraun þessi,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0059.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free