- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
63

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

63

túnið og hafa setið þar siðan, og látið byggja alt upp aftur og
breyta, og byggja kirkju nokkuð neðar á túninu. I’á sést og
hinn nýi Sjómannaskóli tvíloptuð bygging ekki allstór, en snotur;
upp úr henni er stöng meö kúlu á, sem látin er falla niður á
viss-um dögum, þá er klukkan á að vera ellefu. Svo sést og út yfir
öll hús og bæi í þá átt, sem síðar mun getið, en nær er Tjörnin
og Tjarnarbrekkan, og svo sjálfur meginbærinn niður í kvosinni
milli Hólavallar og Skólavörðuhæðarinnar.

Fagurt hlýtur Ingólfi að hafa þótt að horfa yfir landið, því
hvað sem hver segir, þá er fegra útsýni varla hugsanlegt, þar
sem fjöllin eru svo mátulega langt í burtu, hvorki ýkja há né
hrikaleg •— þegar heiðríkt er og sólin nær að ljóma allan þenna
fjallahring, ýmist með morgungeislunum eða þá um hádegið, þegar
fjöllin eru blá og sjórinn eins og skínandi töfradúkur, eða urn
sólarlagið, þegar fjöllin sveipast pururablæ og dökkna loksins smátt
og smátt fyrir næturdiinmunni; eða á veturna, þegar þau eru þakin
snjó og mjöll, þegar sólin rennur í logni og heiðríkju og Esjan
stendur eins og glóandi eldmúr uppi yfir dökkbláum sjónum. Alt
er kyrt, og ekkert ’»mentunar«- eöa »framfara«-skvaldur truflar
náttúrufriðinn, ekkert vagnaskrölt, enginn járnbrautarhvinur, engin
véla-læti, því enn er maður laus við þenna ófögnuð, sem þrælkar
og niðurníðir tign og fegurð náttúrunnar, enda hefur flestum
út-lendingum fundist mikið til þessarar sjónar, og hefur Kålund lýst
henni ágætlega í sinni bók.

SKÓLAVARÐAN dregur nafn sitt af því, að þegar skólinn
var í Skálholti, þá höfðu piltar hlaðið þar vörðu einhverja, og var
hún kölluð eftir þeim, og þetta sama gerðu þeir, þegar skólinn
fluttist til Reykjavíkur, en þá hefur þetta verið ómerkileg hrúga
eða grjótvarða. Seinna lét Krieger stiftamtmaöur hlaða vörðuna
betur upp og múra, og þá var eirtafla eða eitthvaö þess konar
sett á hana og letrað á: »Kriegers Minde«; þar eftir lét Arni
Thorsteinsson, sem þá var land- og bæjarfógeti, bæta hana alla
og múra upp, svo nú er hún allhár múrturn ferhyrndur, og er
bezti útsjónarstaður, því stigar (raunar ekki sem þægilegastir) eru
innan í henni, svo komast má efst upp, og er þá víðsýni mikið.
Efst uppi á vörðutoppinum var hani, og hefur hann líklega átt að
gala yfir bænum og minna bæjarmenn á árvekni og
framtaks-semi, en hann hefur aldrei galað og er nú eins og »Loptr rúinn«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0069.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free