- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
64

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

64

Skamt til austurs frá Skólavöröunni er lítill kofi, sem Danir bygöu
þar einhverju sinni fyrir skömmu, til aö mæla út hnattstöðu
Reykja-víkur; því engum hér haföi dottiö þaö i hug, svo menn vissu
eiginlega aldrei nákvæmlega hvar þeir voru á hnettinum; annaö
mælingarhús bygöu Frakkar þar rétt hjá, og rifu aftur. — Lengra
út í holtinu er ramgert grjóthús, lágt og lítið; þar er sagt aö sé
geymt sprengiefni og púður — eða kannske dýnamít — hefur
lik-lega átt aö vera til aö sprengja grjót, en eigi vitum vér til aö
þaö sé notaÖ, þvi nú er altítt aö kljúfa grjót meö meitlum og
sleggjum, en sprengja ekki meö púðri. Þetta læröist mönnum
hér þegar alþingishúsiö var bygt (1881).

öllumegin viö Skólavöröuna eru eintóm holt og uröir, sem
þó nú er veriö aö yrkja og rækta. Í suöur sést
»Félagsgaröur-inn«, sem svo er kallaöur, af því eitthvert »félag« græddi þar út
allmikiö tún fyrir nokkrum árum; þar býr Oddur, sem frægur er
fyrir nautadráp, og þaöan var stoliö miklu hangikjöti i fyrravetur,
en ekkert komst upp um það þrekvirki, enda er þess konar ekki nefnt
i blööum vorum, svo þjófarnir þurfa ekki aÖ óttast blaöamennina,
en geta skoöaö þá sem vini sína, ef þeim sýnist svo. Par nálægt
er Grænaborg; þar átti ég einu sinni aö mæla fyrir
bæjarstjórn-ina, en þegar sást til mín frá »borginni«, þá kom einhver kerling
staulandi og meö áköfum óhljóðum — hefur víst hugsaö aö nu
væri bæjarstjórnin aö låta gera einhvern galdurinn —; en ég var
búinn aö öllu þeim megin áður en bún kom, og svo flaug ég yfir
á annaö horn garösins, svo hún náöi mér ekki.

AUSTURBÆRINN. Ef vér nú snúum oss meira til austurs,
þá er steinhús á Öskjuhlíöarveginum, sem Magnús Benjamínsson1
úrsmiöur lét byggja og geröi stóra og væna garöa í kringum stórt

1 í>að er óumflýjanlega nauðsynlegt að nefna húseigendurna, eða þá sem í
hús-unum büa, því annars er ekkert að miða við og ekkert varið í lýsinguna. f>ar að
auki eru húsin hér ætíð eða oftast kend við eigandann. Eftirkoraendurnir geta þá
séð, hverjir hafi verið hér og bygt Reykjavik, því það eru einmitt þessir menn, sem
byggja og fegra bæinn, og er þeim enginn vanheiður, þótt þeir séu nefndir. Þetta
hefur og verið gert á öllum þeim uppdráttuin, sem gerðir hafa verið af Reykjavik,
þegar hún hefur verið mæld. Ef segja má, að »hjúin geri garðinn frægan«, þá má
eins segja, að huseigendurnir geri bæinn frægan, eða réttara sagt: þeir byggja bæinn.
Um þetta stendur aldrei neitt í blöðunum hér, og ekki um neinar húsabyggingar né
hüsasölu, eins og stendur i blöðum erlendis. tvi hefur verið barið við, að
sveita-menn vilji ekki hafa það, en vér getum ekki farið eftir því.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0070.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free