- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
83

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

§3

kallaður »Batteríið«) og sér þar enn merki til virkis nokkurs, sem
gert var þegar Jörgensen1 var hér; þá voru þangað fluttir einhverjir
gamlir fallbyssuhólkar frá Bessastaðaskansi. Pá er dátarnir voru
sendir hingað þjóðfundarsumarið 185 (, þá var líka eitthvert virki gert,
eða garðar fyrir fallbyssur, og púðurhús nokkurt úr torfi og
varð-hús hjá eða varðhylki, og kvað Brynjúlfur Oddsson um þetta í
»Dátarímu«; þar segir svo:

»Hjá því reistu rauðan strók,
er rambaði á einum fæti;
var í holum viðarhrók
vökumannsins sæti.

En nú er þetta horfið fyrir löngu og á landið enga slíka vörn, en
engum dettur i hug, að ef manni tekst að eignast eitthvað, þá
þarf að hafa einhver ráö til að verja það; sjálfir getum vér enga
vörn veitt, en megum horfa á, að botnvörpumenn ræni oss eins
og þeim þóknast, heimtum svo alt af Dönum, og höfum ekkert
nema stóryrðin. Þetta er nú ástandið á »framfara«-tfmunum. —
Fram með Arnarhólstúni sjávarmegin liggur stígur, og er þar
tré-brú yfir lækinn; þessi stígur liggur aö allmiklu timburhúsi, þar sem
Björn múrari Guðmundsson verzlar meb timbur; fyrir nokkrum
árum var hér kalkofn, og átti að brenna þar kalkstein, sem fanst
í Esjunni; var þetta gert nokkra stund, en först fyrir, bæði vegna
þess, að flutningur frá námunni varð of dýr og erfiður, og svo
vegna þess, aö vatn úr læknum var haft í kalkið, en þaö vatn er
óhreint, bæöi úr tjörninni og svo blandað sjávarseltu, og óhæfilegt
til kalkgerðar; varö kalkið þannig ónýtt eða miklu verra en þurft
hefði. En þetta vildu forsprakkarnir ekki heyra, þótt sagt væri
við þá. Pá er stórt vöruhús, sem Eyþór Felixson kaupmaður
hefur látið byggja, og liggur grjótbryggja þaðan og ofan til sjávar,
en yzt er járnhús, sem þeir bræður Sturla og Friörik hafa látið
byggja fyrir steinolíu.

MIÐBÆRINN. Nú höfum ver lýst því, sem er fyrir ofan
lækinn, þótt ekki sé nefnd öll hús, en þau eru mörg, sem vér

1 Jörgensen var aldrei nefndur >Jörundur«, og aldrei »hundadagakóngur«, svo
nokkuð yrði algengt; hvorki Jón Espólín né Finnur Magnüsson (í Sagnablöðunum)
nefna hann svo, en ætíð »Jörgensen«, en Jörundarnafnið og hitt er upp fundið af
hinum yngri íslendingutn, og eiga þau nöfn engan rétt á sér.

Þegar mæddi sorg og sút
af settum vöku-pressum,
í grimmviðrunum gægðust út
úr gapastokki þessum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0089.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free