- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
84

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

»4

ekki kunnum að nefna, og enda sum í smíðum. En nú förum vér
niður fyrir lækinn og byrjum þá á þeim byggingum, sem íræstar
eru sjónum og þar sem lækurinn rennur út Par er þá hinn
stæöilegi verzlunarstabur Kristjáns Zimsens Frakka-konsúls; það
eru stór hús og vönduð, einloftuö með kvisti, og blómgarður fyrir
framan; brunnur er í garöinum. og er þar allfagurt. Á þessu
svæöi átti Bjarni Sívertsen fyrrum vöruhús, en aðalhúsið, sem nu
er, var bygt af Karl Siemsen kaupmanni, og þar sat hann lengi,
og eftir hann Eövarö Siemsen bróðir hans; eftir nokkur ár varö
staðurinn eign Nieljohniusar Zimsens, sem þá var Frakka-konsull,
en eftir lát hans tók Kristján bróðir hans við, og er mikil prýði
að þessum stað. Par hjá er afgreiðsluhús »hins sameinaða
gufu-skipa-félags« og er nafnspjald þar yfir uppi með einkennilegum
setningi bókstafanna; en aö húsabaki er allmikill malarflötur, og nær
alt i sjó fram, en [>ar er múraður grjótveggur, sem tekur við
sjávar-ganginum, en brimrótið er þar svo mikið í útsynningum, að skefur
yfir húsin og er alt í einu löðri; en ekki sakar, því ramlega er
um búið. Par á malarfletinum er »ísbúsiÖ«, sem Tryggvi
banka-stjóri hefur stofnaö, einhver hin þarfasta bygging bæjarins og enda
alls landsins, því að þaðan hafa aðrir haft hugmyndina að mestu
leyti; en aðalfrömuöurinn að þessu og sá einasti, sem kunni að
því, var Jókannes Nordal, sem kom frá Ameríku og hafði lært
þetta þar, og er það hiö einasta, sem ísland hefur grætt á
Ameríku-ferðunum. íshúsið er afarstór bygging með mörgum klefum fyrir
síld, ýsu og sauðaket, og geta bæjarmenn fengið þar nýjan fisk
og nýtt ket alt árið, og er lítið eða ekki dýrara en ella.

Nú er vér göngum fram meö læknum frá þessum húsum, þá
förum vér fram hjá »Sívertsens húsi«, sem kallað er; þar bjó áður
Bjarni Sívertsen gamli, sem var einna álitlegastur kaupmaöur hér
á sinni tíð (um 1810); eftir hann kom Sigurður Sívertsen sonur
hans, og hefur húsið síðan verið eign þeirra ættmanna. Var það
fyrst lágt, eins og þá var títt, en seinna hefur verið bygt ofan á
það og eru þar nú stór og rúmgóö herbergi. Annars veit
fram-hliðin á þessu húsi út til Hafnarstrætis. Pá förum vér fram me&
læknum og verður ekkert hús fyrir oss fyr en kemur aö húsi
Sigfúsar Eymundssonar; það er á horninu á Lækjargötu og
Austurstræti og veit framhliöin að læknum. Petta hús var fyrst
bygt af Knudtzon stórkaupmanni, og seinna bjó M. Smith þar;
eftir hann kom Ólafur Pálsson dómkirkjuprestur, en seinast fékk

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0090.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free