- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
86

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

86

og stórum herbergjum; þar eru haldnír dansleikir og þar er nu
hið helzta sjónleikahús bæjarins; þar er og BÚSTJÓRNARSKÓI.INN,
þar sem yngismeyjar læra matargerö og að brjóta »servíettur«,
en samt varla enn von til að alt sveitafólk fari að lifa á
»boeuf-karbonade« eða »grillieruðum« lambahausum eða »Fiskefilet«, eöa
þeim hinum mörgu og margháttuðu réttum, sem kent er að tilbúa
á þeim skóla; en margt má þar læra. — Við endann á tjörninni
bæjarmegin er hús nokkurt, sem lengi var kallað »Thorgrímsens
hús«, af því þar bjó Sigurður Thorgrímsen landfógeti fyrrum (†
1831); en seinna fékk Eggert kaupmaður Waage húsið, og síðan

»Herkastalinn«. AlþingishUsið. Dómkirkjafl. Barnaskólinn. horst. phot

Goodtemplaraliúsið. Iðnaðarmannahúsið.

reyrjavík frá suðurenda tjarnarinnar.

Sigurður sonur hans; húsib var áður lítib og lélegt, en Sigurður
hefur látið stækka það og gera þaö tvíloftað, svo það er nú
skrautlegra en áður og allsnoturt; rekur Sigurður þar verzlun sína.
Par nálægt er gÓðtempi .ARAHÚSIÐ, allstórt og því nær einn
salur; þar var lengi leikið og prédikað; þar má ekkert óhreint
vera og óheilugum ekki leyft að koma, nema fyrir náð og miskun
eigendanna, en það eru allir »templarar«. Enginn áfengisdropi ma
koma þar inn, en nóg af »límónaði« og »gosdrykkjum«, kaffi og
súkkulaði og óendanlegur fjöldi af kökum og sætabrauði. Skamt
þaðan er einkennilegt hús, sem Jakob Sveinsson bygði og bjó

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0092.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free