- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
102

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

02

Pá er hið nýja PÓSTHÚS, sem á nafnspjaldi viö dyrnar kallast
með gyltu letri »Konungleg póststofa« og gylt mynd hjá, sem
annaðhvort á að vera lúður eða hrútshorn; hefur kannske þótt of
mikið að heita »pósthús«, eða of tignarlegt, en samt er gatan
kölluð »Pósthúss-stræti«; pósthúsið var áður barnaskóli, tvíloftað og
stæðilegt hús úr steini, og að hleöslulagi svipað alþingishúsinu;
en brátt þótti það reynast bæði of lítið, og svo óholt að loftslagi, að
afráðið var að setja barnaskólann annarstaðar, þótt fáir muni botna
í, hvaö póststjórnin hefur að gera með alt þetta gímald. Aðal-

LÆKJARTORG OG HÚS THOMSENS KAUPMANNS.

dyrnar snúa að Pósthúss-stræti, en ekki er gengið inn um þær,
heldur upp breiða tröppu í útbyggingu við suðurendann.
Ram-lega er almenningi varnað frá að komast þar inn í hiö
allrahelg-asta, þar sem póstmeistarinn ríkir meö póstþjónunum; er hár og
sterkur veggur til hægri handar og tvö göt á, annað fyrir höfuðið
á póstmeistaranum, en hitt fyrir þjónana, þá er menn koma til
þess að tala við þá eða með bréf sín; en til vinstri handar er
bálkur mikill um þvert húsið, álíka og var í hellinum Brúsa, sem

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0108.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free