- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
136

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

136

Það þarf því ekki framar vitnanna við um það, að þeir muni
full-boðlegir kirkjunni okkar, og cr því alveg óhætt að bera þá á
borð-fvrir söfnuðina, alstaðar þar sem því verður við komið — og þa&
sem fyrst.

Að þvf er »Sex Sönglög« snertir, þá má nærri þvi’ segja, að þau
séu hvert öðru betra. Sum af þeim eru áður kunn, t. d. »Þess bera
menn sár«, lag, sem fellur ágætlega við textann, og »Systkinin«,
undur-fallegt lag, fullkomlega samboðið kvæðinu. Það er því hreinn og beinn
óþarfi að vera að fjölyrða um þessi sönglög; þau hafa þegar reynst
vel í sönglegu tilliti og eru fögur og írumleg. Og ekki nemur verði&
svo miklu, að flestir eigi ekki hægt með að eignast þau. A. Th.

IV.

GUÐM. MAGNÚSSON: HEIMA OG ERLENDIS. Nokkur
ljóð-mæli. Rvík 1899. Kvæðasafn þetta er lítið, en laglegt. Aðalkostir
þess eru, að kveðandin er lipur, málið hreint og orðalagið náttúrlegt.
Að vísu er ekki í því neinn stórfeldur skáldskapur, engar eldingar, er
slái niður í hug manna og »seiði hann leikinn«; en þó eru eigi alllítil
tilþrif í sumum kvaeðunum (t. d. »Kvöldstundir við Eyrarsund« o. fl.);
og þegar þess er gætt, að höf. er ungur og litt þroskaður
alþýðu-maður, sem hefir ckki áít kost á að afla sér veralegrar mentunar, þá
er hér óneitanlega ekki illa á stað riðið. Smekkleysur eru því nær
engar og yfir höfuð er furðulítill viðvaningsbragur á meðferð
höfundar-ins á efninu. Er eigi örvænt að hann sé efni í skáld, ef hann fær
að-njóta sín og ná fullum þroska, og er því vert að hlynna að honum og
kaupa kvæði hans, sem mörgum mun skemtun að lesa, en engum
leiðindi.

ÍSLENDINGASÖGUR. 25.-27. Rvík 1899. í þessutn heftum
eru:- Gísla saga Súrssonar, bæði hin lengri og hin styttri, Fóstbrœbra
saga og Vígastyrs saga ok Heibarvíga. Eru þetta alt skemtilegar sögur
og merkilegar, þó hin síðasttalda sé því miður í brotum. —
íslend-ingasögur ætti hver Islendingur að kaupa öllum öðrum bókum fremur
(sbr. Eimr. IV, 156).

NÝJA ÖLDIN III, 1—2. Útgefandi: Jón Ólafssan. Rvík 1899.
l’etta rit er áframhald (í tíniaritsformi) af pólitiska blaðinu með sama
nafni, sem stofnað var haustið 1897 »til að unga út eggjum frá ’89«,
cn sem hætt var við eftir 1 ’/i ár, hvort sem það nú hefir verið af
því, að ritstjórinn hefir þá ekki enst til að »liggja lengur á«, eða hann
hefir þá loksins verið orðinn sannfærður um, að hann hefði lagst á tóm
fúlegg, sem engin von væri til, að nokkur ungi gæti nokkurn tíma úr komið.

Fyrra heftið byrjar með ritgerð eftir ritstjórann uni »dvrsegulmagn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0142.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free