- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
152

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

152

um, sem hafa efni á því, að eignast hana. Sérstaklega viljum vér
benda íslendingum í Ameríku á hana, því hentugri bók en hana til
þess, að endurvekja minningar þeirra um hina fornhelgu staði
sögu-landsins, er naumast hægt að hugsa sér. Hún kostar i bandi 21 sh.
(18 kr. 90 au.), og má það ekki dýrt kalla, þegar miðað er við
mynda-fjöldann og hinn vandaða frágang (pappír og prentun).

Um þessa bók hefir dr. Kr. Kålund skrifað ritdóm í »Arkiv f.
nord. Filologi« XVI, 387—390, og eru l honum margar góðar
athuga-semdir og bent á ýmislegt fleira miður nákvæmt, en hér hefir verift
tekið fram, en sumt af því aftur ótalið, sem vér höfum minst á.

V. G.

íslenzk hringsjá.

UM ÍSLAND, lýsing á lífi íslendinga, mentun þeirra, bókagerð, atvinnuvegum
o. s. frv. helir Gudmundur Friðjónsson skrifað alllanga og laglega grein (með
mynd-um) í hið norska timarit »Kringsjaa« XIV, 7 og 10 (1899).

FALKAHREIÐRIÐ, saga Einar Bencdiktssonar með því nafni, hefir verið þýdd
á norsku og komið út í tímaritinu »Kringsjaa« XIV, 9 (1899).

UM ÍSLENZKA LJÓÐAGERÐ í byrjun og við lok 19. aldar hefir cand. mag.
Olaf Hansen ritað grein í danska tímaritið »Vagten« 1899 (bls. 326—343) og fylgja
sem sýnishorn þýðingar á nokkrum íslenzkum kvæðum. Kvæðin eru eftir Bjarna
Thórarensen (Sigrúnarljóð, Vestanvindurinn, Kystu mig aftur, Oddur Hjaltalín), Jónas
Hallgrímsson (Island, Ferðalok, Eg bið að heilsa og kafli lir Gunnarshólnia), Hannes
Hafstein (Skarphéðinn í brennunni) og Þorstein Erlingsson (Örlög guðanna) Greinin
er vel rituð og þýðingin á kvæðunum ágæt, og heldur liann þó oft höfuðstöfum og
stuðlum, sem gerir enn erfiðara að þýða nákvæmt. Bendir þetta á ekki litla
rím-snild, enda hefir O. H. áður sýnt það í kvæðabók þeirri, er hann hefir gefið út, að
hann hefir mikið vald á móðurmáli sínu. — Síðar hefir sami höfundur í sama riti
birt aðalinntakið úr K6rmákssögu og þýðingar á hinum beztu vísum Kórmáks.

SVERÐ OG BAGAI.I,, hið nýja leikrit Indriða Einarssonar, hefir verið þvtt á
þýzku (»Schwert und Krummstab«, Berlin 1900) af M. phil. C. Küchler. Um þá
þýðingu hefir staðið ritdómur í »Litter. Centralblatt« og er leikritinu þar hælt, en
dálítið fiandið að málinu á þýðingunni. Um það skulum vér ekki dæma, því til
þess erum vér ekki færir, en óhætt mun að fuilyrða, að þýðingin sc rc’tt og nákvæm.
Og hinn ytri búningur á henni (pappír og préntun) er hinn bezti og miklu úlitlegri
en á íslenzku útgáfunni. Framan við þýðinguaa er allangur inngangur um islenzkan

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0158.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free