- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
165

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

i6i

Móbergið á íslandi.

I síðasta hefti Eimreiðarinnar hefir herra cand. mag. Helgi
Pétursson skrifað grein, sem hann kallar »Nýjungar í jaröfræði
ís-lands«, og er aðalefni ritgjörðarinnar hugleiðingar um myndun
mó-bergsins á íslandi. Meb því að grein þessi er stutt og höf. heíir
farib nokkuð fljótt yfir sögu, leyfi ég mér ab rita nokkur orb til
skýringar. Þó get ég ekki, í alþý&legu tímariti, skrifab eins
ýtar-lega um þetta mál, eins og þarf, ef það á að skýrast fullkomlega
frá öllum hliðum.

Eins og flestum mun kunnugt, nær móberg og þussaberg yfir
afarmikið svæbi á íslandi og tekur yfir alt miðbik landsins, aö sunnan
frá Faxaflóa austur fyrir Öræfasveit, að norðan frá Fnjóskadal
austur í Pistilfjörö. Móbergið myndar þannig belti yfir landið
þvert; það er mjög mismunandi ab gerb og afarþykt, nokkur
þús-und fet sumstabar. Allir abrir hlutar landsins eru aðallega
mynd-aðir úr blágrýti (basalti) í þykkum hamrabeltum, sem bezt sjást í
dalafjöllutn og við sjóinn. I’essi blágrýtislög hallast víðast inn á
við, inn undir móbergsbeltiö. í blágrýtis-héruðunum eru víöa
smá-blettir af móbergi, og sumstaðar eru allþykk móbergs- og
þussa-bergslög milli blágrýtislaga, og það sumstaðar djúpt í fjöllum, svo
mörg hundruð feta blágrýtisberg liggur ofan á móberginu. Pó
eru þessi móbergs-millilög tiltölulega litil í samanburði við
mó-bergið um miðbik landsins; þar eru aftur blágrýtislög innan um,
en þeirra gætir minna, af því móbergið er þar í meirihluta. Af
þessu sést, að móbergið er myndað á ýmsum tímum, þó
mið-beltið sé auðsjáanlega yngra en hinar stóru blágrýtismyndanir.
Petta er líka eðlilegt. ísland er því nær alt myndað af eldgosum;
blágrýtiö er gamalt hraun, móbergib eldfjallaaska og gjall og
sér-hvert eldgos framleiðir hvorttveggja; brábið hraungrjót rennur úr
gígunum og mulib grjót kastast í loft upp, dettur nibur og myndar
móbergslög. Vib öll eldfjöll um víða veröld eru braun og
mó-bergslög á víxl, en þab er mismunandi og komib undir atvikum
af hverju er meira á hverjum stab. í Utah og víbar sunnan og
vestan til í Bandaríkjum eru 2000 feta þykkar móbergsmyndanir,
er na yfir afarstórt svæbi, og móbergs- og hraunlög sjást um alla
jörbina, þar sem eldgos hafa orbið, sum ný, sum frá ýmsum
tíma-bilum jarbsögunnar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0171.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free