- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
209

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

20Q

eitt af bókum. Á öllu þessu er nú orðin mikil breyting. Nú er
hverjum manni heimilt að reka prentiðn og prentsmiðjurnar orðnar
9 (af þeitn 4 í Rvík). Blöðin eru nú um 20 alls og tímaritin 12.
En auk þess koma út 7 íslenzk blöð í Ameríku og 2 tímarit. Nú
er og komiö á fót bóksalafélag og árlega gefið út töluvert af
bókum.

í byrjun aldarinnar var hér um bil það eina, sem varíð var
af landsfé til eflingar mentun og uppfræðing, það sem veitt var til
latínuskólans. Og það var af svo skornum skamti, að kennarar
hans áttu við sönn sultarkjör að búa. En nú er annað orðið uppi
á teningnum. Nú er veittur árlegur styrkur af landsfé til allra
barnaskóla (nema í hinum 4 kaupstöðum), til sveitakennara, til
kvennaskólanna allra, til búnaðarskólanna, og hússtjómarskólanum
hefir og verið veittur töluveröur styrkur. Og svo er latínuskólinn,
prestaskólinn, læknaskólinn, sjómannaskólinn, annar
gagnfræðaskól-inn (og hinn að mestu leyti líka, ásamt kennaradeildinni) algerlega
kostaðir af landsfé. í öllum þessum skólum er kenslan veitt ókeypis
og nemendurnir geta meira að segja aö auki orðið meiri eða minni
námsstyrks aðnjótandi. Kenslukjörin eru með öðrum orðum svo
góð, að önnur slík munu hvergi finnast annarsstaöar í heiminum.
Auk þess fjár, sem árlega er veitt til skólanna, eru á hverjum
fjárlögum jafnan veittar töluverðar upphæðir til félaga og tímarita,
sem vinna að mentun og uppfræðing, og eins til einstakra manna
til ritstarfa og vísindalegra iðkana.1

Af hálfu einstakra manna hafa fjárframlög til mentastofnana
eða til eflingar uppfræðing verið tiltölulega lítil i samanburði við
það, sem víða gerist annarsstaöar. En því veldur að mildu leyti
fátækt landsmanna. Aö viljann hafi ekki vantað, sýnir það, að
margir einstakir menn hafa með stakri ósérplægni unnið sumpart
að mentun og uppfræðing almennings og sumpart að vísindalegum
störfum, án þess að fá eins eyris virði fyrir störf sín, — en
stund-um kannske óþökk í þess stað. Pó má telja eigi allfáa sjóði til
eflingar mentun og uppfræðing og skulum vér sem dæmi nefna
gjöf Pórarins prófasts Böðvarssonar til skólastofnunar í Flensborg,
Thorkillii barnaskólasjóð (um 70,000 kr., stofnaður á 18. öld),
heimspekisjóð Hannesar Arnasonar prestaskólakennara (nú um
50,000 kr.), kvennaskólasjóð frú Herdisar Benediktsen og dóttur

1 Það er orðinn siður á íslandi að kalla allar slíkar tjárveitingar »bitlinga«,
(em getur ekki stafað af öðru en hinum algenga sjúkdómi Islendinga: öfundinni.

14

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0219.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free