- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
216

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

2IÖ

gjafarvald og fjárforræði. En betur má, ef duga skal, því framtiö
landsins verður aðallega að byggjast á landbúnaðinum. Hann er
tryggasti atvinnuvegur landsins og getur líka gefiö af sér góðan
arð, ef hann er rekinn með hyggindum og dugnaði. En menn
verða þá að læra að lifa mestmegnis á ræktuðu landi, en ekki að
rýja jöröina eins og villimenn, án þess nokkru sinni að bæta henni
upp, það sem frá henni er tekið. Frjóefni jarðvegsins íslenzka eru
sömu lögum háö og annað: að þaö gengur til þurðar, sem af er
tekið, ef ekkert kemur í staðinn.

Af sjávarútvegi liföu 1850 ekki nema 70/0 af landsbuum,
en 1890 vóru þeir orðnir i8°/o og síðustu 10 árin hefir þeim fjölgaö
afarmikið. Petta sýnir, að sjávarútvegurinn er á framfaraskeiöi,
enda bendir margt fleira á þaö. Hve mikið þorskveiöin hefir
auk-ist hinn síðari hluta aldarinnar, má sjá af því, að 1849 var ekki
útflutt nema rúmar 5 milj. punda af fiski, en 1896 aftur rúmar
22 milj. Fyr meir stunduöu menn og því nær eingöngu
þorsk-veiði, hákallaveiði og sela, en nú stunda menn og síldveiði og
hvalaveiði (þó búsettir útlendingar séu því nær einir um hana).
Menn eru og farnir að taka upp heppilegri veiðiaðferð. Fyr meir
vóru fiskiveiðarnar hér um bil eingöngu reknar á opnum
mann-drápsbollum, sem bæði svifti landiö árlega fjölda hraustra drengja
og sem geröi það að verkum, aö menn mattu sitja tómhentir við
sult og seyru, ef fiskinum ekki þóknaðist að ganga upp í
land-steinana einmitt á þeim firöinum, þar sem hver var staddur. En
nú eru menn óðum farnir að koma upp þilskipum, sem bæöi eru
hættuminni fyrir líf manna og geta betur leitað uppi þau mið, er
fiskurinn kann að halda sig á í hvert sinn. Reyndar er þilskipafloti
landsins ekki stór enn (1897: 128 skip), en þó er framförin ekki
alllítil í því efni frá því, sem áður var, og hann vex með hverju
åri. Einstöku menn eru og farnir aö gera tilraunir meö fiskiveiöar
á eimskipum, sem eftir reynslu annara landa ættu aö hafa mikla
framtíð fyrir sér. Fiskiveiðar í ám og vötnum eru töluveröar, en
um þær vantar nægilegar skýrslur, nema hvað ütflutt hefir veriö
af laxi (1896: 84,867 pund eöa fyrir rúmar 40,000 kr.).

Af annari veiöi er fuglaveiöi stunduö töluvert á ýmsum
stöð-um, en mest til heimilisþarfa. Pó vóru 1896 útfluttar rjúpur fyrir
rúmar 6000 kr. Refaveiðar gefa og dálítinn arö (1896 útflutt
tóu-skinn fyrir 2,700 kr.) og álftaveiðar ofurlítinn. En mestan arö
gefur æöarfuglinn (1896 útflutt af æðardún 6,238 pund eöa fyrir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0226.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free