- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
224

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

224

Á hinum síöari árum hefir jafnan veri5 varið miklu af landsfé
til samgöngubóta. Fyrir yfirstandandi fjárhagstímabil (1900— 1901)
eru þannig veittar til þeirra alls 598,392 kr. (til vegagerða og brúa
214,600 kr., til eimskipaferða, vita og strandmælinga 140,292 kr.,
til póstmála 133,500 kr. og til ritsíma 110,000 kr.). Auk þess
veitir ríkisþing Dana árlega 40,000 kr. ("o.oooo kr. á
fjárhags-tímabilinu) til póstskipsferða milli Danmerkur og íslands.

EFNAHAGUR OG FJÁRMÁL. ÍVí veröur ekki neitaö, aö
ísland er fátækt land. En jafnvíst er lika hitt, að það elur margar
framfarahorfur i skauti sér og stendur því mjög til bóta. Fátæktin
er ekki eins mikiö landinu aö kenna eins og íbúum þess og stjórn.
Landið á margar auösuppsprettur, sem ýmist hafa alls ekki veriö
notaöar hingaö til eða þá illa notaðar. í rauninni má segja aö
alt landiö liggi enn í órækt og sé i miklu verra ástandi, en á
landnámsöldinni, af því aö allur búskapur íslendinga hefir altaf
veriö því nær eintómur ránbúskapur. Menn hafa sifelt veriö aö
rýja jörðina, án þess nokkru sinni aö bæta henni upp, það sem
hefir veriö frá henni tekiö. Menn hafa hliföarlaust höggviö upp
skóga landsins, án þess aö gróöursetja eitt einasta tré i staöinn,
svo aö allur skógur er því nær alstaöar gersamlega horfinn —
til störtjöns fyrir eldsneytisforÖa landsins, jarðveg þess og jafnvel
loftslagiö. Af því landi, sem sem notaö hefir veriö til heyfanga,
hefir aö eins litill hluti veriö ræktaöur, og hann illa ræktaöur.
Alt fram aö síöustu árum hafa menn og rekiö bæöi landbünaö og
fiskiveiöar á hinn sama mjög svo ófullkomna hátt eins og fyrir
1000 árum. ]?að eru því engin undur, þó íslendingar hafi hlotiö
aö veröa undir i samkepni sinni viö nágrannaþjóöirnar, sem
stöö-ugt hafa ýmist algerlega umsteypt búskaparaöferö sinni, eöa bætt
hana samkvæmt kröfum þeirrar aldar, er viö nú lifum á. Auk
þessa hefir ein af aöalorsökunum til örbirgöar landsins veriö sú,
aö þaö hefir i margar aldir veriö þjáö af verzlunareinokun og þvi
á margan hátt veriö illa stjórnaö. Paö hefir lengi veriö ein hin
mesta ógæfa landsins, aö stjórn þess hefir veriö falin mönnum,
sem ekki hafa haft nægilega þekkingu á högum þess og
framfara-horfum, en hafa þó til allrar ógæfu ímyndaö sér, aö þeir heföu
vit á þessu, og því — þrátt fyrir bezta tilgang og mikinn góðvilja —
oft gert hvert axarskaftiö á fætur öðru. Hve mikill hnekkir þetta
hefir veriö fyrir landiö, má bezt sjá af því, hve miklar framfarirnar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0234.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free