- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
16

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

i6

skírnarbrunni«. Ég þart ekki annað en benda á, hve óeölileg
þessi þýöing er — og hve óþörf. Skilning biskups eða
sögurit-aranna sýnir þar aö auk bezt, hve fjarstæð hún er (»ek mátti
vel bera börn þín eptir mér«). Lik er og orðskýring höf. á
»gatxiall« (104. bls. n. m.) í setningunni »gömlum kennum vér nú
goðanum osfrv.« Hann hyggur, aö það orð geti hér þýtt »forn«,
— til þess aö fá mótsetningu til hinna »nýju« goöa sinna, sem
aldrei hafa til veriö í þeirri merking, er hann vill. En »gamall«
getur hér aö eins þýtt »gamall aö aldri«. — Svo vil ég benda
á, aö aur- í aurgoði (63. bls. n. m.) hefur veriö dregiö af
Aur-unum viö Markarfljót (sbr. íslands lýsingu Kr. Kålunds I, 264)
og þykir mér þaö mjög sennileg skýring.

Ég hef nú skýrt hér nokkuð, hvaö mér finst vera aö
getgát-um höf. Mér sýnast þær í einu orði flestar óþarfar aö sumu leyti,
en aö hinu leytinu andstæðar þeim heimildarritum, sem alt veröur
á aö byggja. Og þau eru ekki af lakari endanum, þar sem er
Ari og Kristnisaga, svo aö ég nefni 2 þau helztu. Hins vegar er
gott aö ritiö kom ut, — þaö er gott, aö deilt og rætt sé um
málin; þau skýrast viö þaö; rangar getgátur og skýringartilraunir
gera skyldu sína, vekja andmæli, falla svo í valinn og hverfa, en
sannleikurinn stendur eftir uppréttur og styrktur, ef til vill enn
ljósari en áður.

Paö er vissulega ekki til þess aö hefja deilu viö hinn
heiör-aða höfund, aö ég hef ritaö h’nur þessar, og ég vildi helzt, aö
einhver mér færari heföi oröiö til þess. Ég veit, aö hann
skilur, aö mér hefur ekki gengiö annaö til þess, en sú kappgirni,
er falin er í því, aö hver vill berjast fyrir því, er hann álítur
rétt-ast og sannast. »Hverjum þykir sinn fugl fagur« — mér ekki siöur
en honum sinn; og svo sendi ég honuvn hérmeö kveöju guös og
mína í þeirri vissu, aö hann kunni því vel, sem hverjum höfundi
má vera kærast, aö rit hans séu rædd og skoöanir hans
rann-sakaöar, — en ekki annaöhvort bældar niöur meö þögn eöa hafin
til himna meö efnislausu lofi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0022.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free