- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
46

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

46

»Jón í Kotinu greiddi líka atkvæði áðan og aftur núna, það
verður að ganga til atkvæða aftur,« sagði síra Sveinn og hálf-

ger5um kvíðahrolli sló aö honum, ef þaö nú yröi af því, þá.....

lengra gåt hann ekki hugsa5, hann varö að fara að telja þá, sem
voru meö. Aftur tuttugu, og gamli Sigurður í Bæ fremstur í
röðinni.

»Og á móti,« sagði Póröur og hélt nú aö hann mundi vinna.

Enn lyftust hendurnar upp; Þóröur og síra Sveitin, töldu
grandgæfilega og rétt þegar þeir ætluöu að kalla upp með töluna,
bættist við ein hönd, mögur og þreytuleg, sem gægðist upp bak
hinar allar.

»Tuttugu og einn,« flýttí síra Sveinn sér að segja —
»félags-stofnunin er feld með atkvæöamun.«

»Seinna koma sumir dagar og koma þó, prestur minn,« sagði
Pórður og beit á jaxlinn af gremju yfir úrslitunum.

Pað var Hafliði á Gili, sem réð úrslitunum; hann hafði staðið
bak við hina eins og í draumi og fyrst rankað við sér, þegar
Sig-urður í Bæ á elleftu stundu brá sér aftur fyrir, hnipti í hann og
og urgaði: »ÆtlarÖ’ ekki að greiða atkvæði, eða á ég . . . .«

Pað var eins og naðra hefði stungið Hafliða, hann flýtti sér
að rétta höndina upp, læddist svo út og á stað án þess að kveðja.

Eftir það fóru allir, nema síra Sveinn, hann var nóttina og
svaf í húsi hjónanna, eins og vant var.

Um kvöldið, þegar þeir vinirnir sátu yfir rjúkandi
toddyglös-um, »til þess,« eins og presturinn sagði, »að drekka úr sér
ræm-una,« sagði hann vi5 Sigurð:

»Ekki talaði Hafli5i nú mikið á fundinum í dag.«

»Nei, nei, en það sem dugði,« sagði Siguröur, hallaði undir
flatt og hræröi í glasinu sínu.

»En því voruð þér að greiða atkvæði me5 félaginu, Siguröur
minn ?«

»Eg vissi aö það mundi verða felt fyrir því, svo ég vildi efna
loforö mitt viö Pórö, að verða heldur meö en móti.« — »Já, þér
munuð kunna betur við þaö, Siguröur minn, að efna orð yðar,«
sagöi síra Sveinn, hallaði sér aftur á bak, upp að þilinu, lygndi
augunum, opnaöi þau lítið eitt aftur og leit spekingslega upp í
loftið og undur hægt þakklætis andvarp leið upp frá brjósti hans,
upp til þess, sem nú í dag, eins og jafnan endrarnær, hefði gefíö

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0052.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free