- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
47

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

47

honum þrek til að berjast fyrir hinu góða málefni, gegn villu
kenningum og spillingu hinna yngri tima,

III.

Árin höfðu iiðið, mörg, mörg, frá því aö fundurinn var
hald-inn, sem aö framan var getiö um.

Margt haföi breyzt í Bæjarsveit á þessum árum. Margir, sem
þá höfðu verið hnignir á efra aldur, voru nú ekki lengur á róli
ofanjarðar, og aðrir nýir komnir í staðinn, sem voru betur lagaðir
eftir kröfum og hugsunarhætti samtímans að hugarfari og hegðan,
Meðal þeirra, sem komnir voru undir græna torfu, voru þeir síra
Sveinn og Siguröur í Bæ.

Presturinn, sem kominn var í stað síra Sveins, og hvað sem
hann nú hét, við getum kallað hann Pál, var ákafur gleðimaður,
góðmenni og framfaragjarn og alinent elskaður og virtur af
sókn-arbörnum sínum.

Þessi árin síðan hann kom í brauðiö, hafði hann í
framsókn-arbaráttunni veriö ötull fylgismaöur Þórðar á Hóli, sem nú var
orö-inn hreppstjóri Bæsveitunga.

Þórður hafði ekki fremur en aðrir farið varhluta af áhrifum
tímans. Hann var oröinn mjög breyttur; här hans og skegg var
hvorttveggja orðið hæruskotið að mun, og í enni var farið að votta
fyrir raunarákunum.

Kæti hans var líka töluvert farin aö minka, jafnvel ekki laust
við aö stundum dyttu í hann þunglyndisköst, ekki sízt þegar
honum var andmælt; hann var, í seinni tíö, farinn að þola allan
mót-blástur ver en áður, og hvaðeina haföi meiri áhrif á hann. Margt
hafði oröið til þess aö vekja gremju hans, og ekki hvaö sízt
sviknar vonir um happasæl áhrif og góðan árangur af
endurbóta-tilraunum hans.

Eins og fyr var getið, hafði ekkert orðið af félagsstofnuninni
í Bæ um áriö; en um þær mundir lét Póröur sér ekki alt fyrir
brjósti brenna og horfði ekki í smávegis fyrirhöfn, til þess aö
koma sínu máli fram.

Hann hafði farið fram og aftur um sveitina, og safnað saman
í félag flestum yngri bændum sveitarinnar og mörgum af búlausu
fóllá, og með tilstyrk þeirra og allmiklu fjárframlagi frá sjálfum sér
hafði honum tekist að fá bygða dálitla stofu, áfasta við
bæjar-húsin í Veitu, til þess að tiota sem samkomuhús.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0053.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free