Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
54
Er árdagur sólhvarfa’ um andnesið fló,
í ögrinum landbáran fraus;
en Arni skaut kili og árum í sjó
mót illviðrisbakka, úr hafinu er dró,
— því bærinn var bjargarlaus.
Pað ýldi í keipum og umdi í röng,
er Arni róðurinn jók,
— á fiskimiðin var lota löng —
í lagísnum stefnið á ferjunni söng,
og skriðinn af skútunni tók.
Pó tannhvassar holskeflur tækjust á loft,
það tók ekki á þor hans né ráð;
því liann hafði dauða í harðjaxla-hvoft
og heljar náklípur litið oft,
er slitu þau blóðstokkna bráö.
Og hrímgráa bliku á himininn dró
frá hálendis sjóndeildar-baug,
er híalíns-belginn af himninum fló,
en helbleikri nágrímu á tindana sló,
og beint móti bakkanum flaug.
Hin sædrifna ferja er háskanum háð,
því hrönn skolar sýlaðan keip.
Og dauðinn í stormgeríi legst yfir láð
og lagar-hvel gjörvalt, og skimar að bráð,
úr hraðfleygum hnattroku sveip.
Er bálviðris-hrinati á brekunum skall,
um brimþýfið kjölurinn hnaut.
Við hásæti stormguðsins herblástur gall,
en holskeflan teygði sig, freyddi og svall,
og bátnum í brimsvelginn skaut.
í Ránar kverkum er rámur gnýr;
hún rekur upp óhljóð mörg,
og fettist og grettist og brettir brýr,
en blágrárri froðunni hóstar og spýr,
og tannar hin tröllauknu björg.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>