- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
83

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

83

Og ásjóna miskunseminnar glúpnaði, því að Drottinn sá, að
mannssálin vill ekki þaö, sem mest er í heimi, þá sjaldan það er
á boðstólum.

»Eg verð þá aö bjóða önnur boð,« mælti Drottinn. «Ég gef
þér vald yfir mönnuuum. Hvort sem orð þín eru vit eða óvit,
skulu þau hafa í sér fólgiun undralogann, sem kveykir í hugum
mannanna. Hvert sem þú vilt með þá fara, skaltu komast það.
Peir skulu falla fram á ásjónur sínar fyrir þér, svo aö andlitin
verði öll moldug. I duftinu skuki þeir engjast sundur og samati
framtni fyrir þér eins og ánamaökar. fegar þú lætur lemja þá
fastast, skulu þeir kyssa svipur þínar með mestu áfergju.
Heit-asta þrá ungmennanna skal vera sú, að fá a5 vera me5 þér, hvort
sem þú ert að gera gott eöa ilt. Og mæðurnar, sem vilja koma
sonum sínum áfram í veröldinni, skulu ekki eiga aðra ósk
inni-legri en þá, að þeir fái að njóta þinnar náðarsólar, og að aldrei
skulir þú låta börnin þeirra sæta andlegri né líkamlegri refsingu.
Pú skalt dýrðleg verða með mönnum.«

Þá fleygði sálin sér fram fyrir hásæti Drottins, skalf af
fögn-uði og þakklátsemi og hvarf orðalaust til mannheima me5 þeim
hraða, sem sálirnar einar geta farið.

Drottinn horfði á eftir henni andvarpandi.

»Hún er alveg eins og allar hinar mannssálirnar,« sag5i hann
við sjálfan sig. »Hún ympraði ekki einu sinni á því með einu orði,
til hvers henni mundi auðnast að nota valdið.«

Afi og amraa.

Ég man vel eftir afa og ömmu og var ég þó barn að aldri,
þegar þau dóu.

Ég man einnig eftir líkkistunum þeirra úti í skemmunni. í>ær
voru geymdar uppi á bitum eða rám, sem lagðar voru á bita inn
undir stafni og sáust vel, þegar komið var í dyrnar og horft inn,
þó jafnan væri skuggsýnt í skemmunni.

Afi lét gera kisturnar 15 árum áður en hann dó.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0095.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free