Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
§7
gera. Pegar þau ætluðu að ganga til altaris, gerigu þau fyrir
hvern mann á heimiliriu og báðu fyrirgefningar á hugsanlegum
raótgerðum. — Pegar þau fóru til kirkju lásu þau »Faðir vor« og
buðu góðar stundir þegar þau voru riðin út hlaði.
Afi var hraustur maður og sterkur, og eru margar sagnir til
um afl hans og atgervi.
Sunnan við bæinn, þar sem aíi bjó, rentiur lækur, sem oftast
er lítill, en getur orðið stór og straumharður í vorleysing og
haust-rigningum. Afi hlóð brúarstólpa að læknum og brúaði ræsið með
hellu. Starfaði hann aleinn að verki þessu og er það órótað
enn í dag. Sumir steinarnar í kömpunum eru alt að teningsalin
á stærð, en hellan ferhyrningsfaðmur og þverhandarþykk; og má
á þessu rnarka afl mannsins, sem handlék þessi byggingarefni.
Ég man eftir lambhúsinu, sem afi íninn gekk um. Hann
hirti lömbin, þangaö til seinasta veturinn, sem hann liföi.
Eg fór oft í húsið með honum og man vel eftir búningi lians
og limaburöi. Hann var í einni prjónabrók, sauösvartri, og var
hún svellþæfð og húðþykk. Hettu bar hann á höfði, enga vetlinga
á höndum, en sinokka, sem náðu fram á handarbök. Hann var
handheitur í bezta lagi. Afi var í hærra lagi, sívalur á vöxt og
lotinn í mjöðmunum lítið eitt.
Eg fékk því að eins að fara í húsið með afa, a5 veður væri
gott og þokkalegt færi. Var ég þá dúðaður með ullarneti um
hálsinn og gerður strútur upp a5 nefi. Vetlingar voru settir
á hendur mér, sem náðu upp undir olnboga. Peir voru kneptir
á bandflétting, sem lä yfir hálsinn og var þessi umbúnaður hafður
til þess, að vetlingarnir skyldu ekki tínast.
Dyrnar á lambhúsinu voru svo sem 3 fet á hæð. Hurðin var
lögð utan að stöfunum og fest þannig, að hvalbeinslokum var
stungiö í útslitnar skeifur, sem reknar voru upp og ofan í
dyru-stafinn.
Afi fór jaftian öfugur inn um dyrnar — á fjórum fótum, en
skreið hins vegar út úr þeim.
Sjaldan fékk ég að fara inn úr dyrunum.
»Pú styggir lömbin,« sagði afi. Svo lag5i hann huröina lang-
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>