- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
88

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

88

setis utan að stöfunum og varð þá glufa ofan við, sem lýsti inn
um í húsið.

Pegar afi var snúinn frá hurðinni, lagði ég hendurnar upp
á hana og leit inn. Sá ég þá, að afi tók vönd undan rafti,
eða ofan af vegglægju, og sópaði snjóinn af fótunum. Þetta
ger5i hann, þó varla sæist á tánum. Síðan sópaöi hann garðann
og lét moðið í belg, sem hann bar með sér undir hendinni. Petta
gerði hann, þó garðinn væri nálega sviðinn; lét svo belginn fram
að hurð.

Pá þóttist ég veiða vel, ef ég fékk að bera belginn heim.
Pegar stormur var, þorði afi ekki að sleppa honum við mig.
»Vindurinn getur velt þér um koll og tekið belginn,« sagöi afi.
Stundum beið ég við dyrnar meðan afi gaf lömbunum. Fékk ég
þá að bera belginn, þó stormur væri, með því móti, að afi hélt í
hann til vara og lét mig ganga í skjóli sínu.

Hann hafði smokka úti og inni, en sjaldan vetlinga. Aft
hafði snjóinn fyrir þvottavatn og þurku, en ekki þvoði hann sér
daglega, nema um hendurnar, þegar hann hafði fjárhirðingu á
hendi. Svo var hann nýtinn, að hann hirti hvert smávægi, sem
varð á vegi hans, alt frá ullarlögðum í haganum, sem slæddust af
fénu, og niður að vetlingsþumli og naglabroti.

Sennilegt er, a5 honum þætti óþarflega mikið borið í
lamb-húsið og kostaö til þess, sem nú er búið að byggja á rústum
hins, — ef hann mætti líta upp úr gröf sinni.

Gamla húsið var svo króamjótt, að varla var hægt að ganga
aftan við lömbin, þegar þau stóðu við garðann, og var þó svo
hátt í hann, að þau stóðu næstum því upp á endann. Axlarhæð
smámennis var undir vegglægjur, en taliö var aö húsið rúmaði
40 lömb.

Nýja húsiö er mannhæðarhátt undir vegglægjur. Krærnar eru 6
feta breiðar. Pað er tvídyrað með þilstafni, gluggar yfir
mann-gengum dyrum og 4 tréstrompar á mæni.

’ Og líkum stakkaskiftum hefir baðstofan tekið.

Afi átti einn vin, sem ég veit um. En þeir voru vinir í raun
og sannleika.

Hann hét Sveinn og bjó á næstu jörö við afa og ömmu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0100.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free