- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
91

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

9’

út úr hotium. svo mikill óstyrkur var á henni, hvort sem sóttin
hefir valdið því, eða geðrótið, nema hvorttveggja hafi verið. —

Pegar þeim elnaði sóttin svo mjög, að einsætt þótti, að hún
mundi draga þau til dauða, létu þau kalla alt heimilisfólkið til sín,
til að kveðja það. — Sá atburður er mér harla minnísstæður, og
stendur enn þá jafnskýrt fyrir hugsjónum mínum, eins og hann
hef5i skeö í gær. Fólkiö safnaðist inn að rúminu og svo kvöddu
gömlu hjónin einn og einn, — báöu fyrirgefningar á mótgeröum
og kystu sérhvern að lokum.

Eg lá upp í rúrni meðan þessu fór fram, grúfði mig og grét
í hendur mínar og neri augun.

Svo komu orð til mín frá afa, að ég skyldi koma. Mér þótti
ilt að róta mér. enda hafði ég beyg í mér við rúm þeirra. síðan
ég vissi, að þau myndu deyja. Eg var eitinig hræddur um, að
ég kynni að gera einhver afglöp. Altaf gengu klaganirnar yfir mér
í fólkinu: »Strákur! getur þú ekki gengið hægar um? — Parftu
endilega aö skella svona hurðinni? — En það fótatak! — Pú ert
vist búinn a5 gleyma öllum sykurmolunum, sem afi og amma hafa
troðið í þig. — Pú ert strákur, vondur strákur. — Pú ert víst
lítið að hugsa um afa og ömmu.« —

Pó fanst mér ég læðast á tánum, þegar ég gekk um, og
leggja hurðina hægt að stöfunum.

Eg gekk með hálfum hug að rúminu, Mér fanst dauðinn
själfur vera innan viö sparlakið og hræddist ég að nálgast hann.

»Blessaður stúfurinn. — ekki að gráta,« sagöi afi og lagði
máttvana höndina á höfuö mér. Svo mælti hann eitthvað hljótt
fyrir munni sér. Eg held hanti hafi lesið »Faðir vor« og
Blessun-arorðin yfir mér.

Svo tók hann dal og spesíu undan höfðalaginu og gaf mér.
— »Nú förum við að skiljn,« sagði afi. »Mundu nú eftir að vera
vænn og góður drengur, og gleymdu ekki afa og ömmu.«

Eg var svo frá mér numinn, að ég vissi varla, hvað fram fór,
og rnan því ekki nema fátt eitt. Amma hefir verið lengra leidd —
enda dó hún fyr —, því hún hafði lítíl afskifti af mér i þetta sinn.
Vó man ég, að hún kysti mig og bað »guð a5 gæta mín alla
tima.« »Og mundu eftir a5 læra Hallgrímssálma og haltu viö
þig versunum.« Petta man ég að hún sagði.

Pegar þau höfðu kvatt mig og beðið fyrir mér, læddist ég
fram. Eg þoldi ekki aö vera lengur i loftinu, sem var kringum

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0103.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free