- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
101

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

IOI

Og ofmargan háðirðu áfellisdóm,
er elið af brám þínum hrundi;
en þeir voru bergmál frá brjóstsárri þrá,
er blíðuslit heitrofans mundi.

Með sáryrða-nepju um vegamóð vit
þú vékst þér á ganglúnum fótum,
með siggrunna lófa og sólbitna kinn
og sölnaðan haddinn frá rótum.
Hann sýndi þess vott, er á dagana dreif,
þau dægur, sem þú ha’fbir lifað,
þó atburður hver hefði á andlit þitt fátt
af æfisögn fjölbreyttri skrifað.

Og börnin þín reyndust sem blómgrösin veik,
er byljirnir haustlyndu hvína,
sem óðara visna og eru á burt
með ilminn og skrautliti sína.
Á kvöldstundu lífs þíns var kaldranalegt
um kofa þinn skjólveggja-snauðan,
því eitt fór í hernað með ágengri þjóð
en annað féll kvalið í dauðann.

í fátækt á hrakningi fékstu þinn vöxt,
en fjölhæfar gáfurnar vóru,
og menningarþrár, sem í brjósti þú barst,
á barnsaldri trúnað þér sóru.
Frá draumóra-hálendi röðull þinn reis,
sem rakleiðis suð’r og upp flýgur.
Að vonbrigða-hömrum á vegleysu strönd
þú veizt nú að kvöldsólin hnígur.

Giibmundur Friðjónsson.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0113.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free