- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
102

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

102

Myndbreytingar fóstursins.

Fósturfræðin, embrýólogía (af embryon = fóstur, logos =
fræði), kennir oss um uppruna fóstursins, vöxt þess og hinar ýmsu
breytingar, sem það tekur á undan fæðingunni eða áður en það
skríður úr egginu. Þessi vísindagrein, sem nú er orðin mjög
um-fangsmikil, er að mestu leyti til orðin á umliðinni öld.

Reyndar höfðu menn þegar í fornöld og á miðöldunum reynt
að gjöra sér grein fyrir, hvernig dýrin ver5a til, en þær
hug-myndir, sem menn gjörðu sér um þetta, bygöust að mestu á
get-gátum og lausu hugmyndaflugi lærðra manna þeirra tíma.
Munk-arnir, sem á miðöldunum iðkuðu alls konar fróðleik, keptust við
að skrifa langar og lærðar ritgjörðir um þetta efni; hver þóttist
hafa rétt fyrir sér, en enginn gat sannað neitt, vegna þess að
til-raunir og rannsóknir málinu til stuðnings vantaði. Sem dæmi
þess, hve menn voru háfleygir á þeim tímum, má nefna munk,
sem í löngu og læröu riti leitaðist við aS skýra, hversu María mey
hefði orðið þunguð af völdum heilags anda.

William Harvey, líflæknir Karls I. Englakonungs († 1657), sá
er fyrstur kom fram með rétta skýringu á blóðrás mannsins, flutti
þá kenningu: að alt lifandi væri úr eggi komið (’omne vivum ex
ovo’). Reyndar gåt hann eigi sannab það, að því er suerti
spen-dýrin; til þess haföi hann eigi tæki, þareð egg þeirra eru svo
smávaxin og það var fyrst löngu seinna að menn sáu, að hann
hafði rétt fyrir sér.

Pær hugmyndir drotnuðu nú á 18. og fram á 19. öld, að í
eggjunum væru dýrin fullsköpuð í allri sinni mynd, sveinbörnin
væru þegar alskeggjuð, hrútarnir og hirtirnir hyrndir, aðeins væri
alt í svo smáum stíl, að það væri ósýnilegt. Sæði karldýrsins
hefði þau áhrif, að þessi smákríli færu að vaxa, á líkan hátt og
utanaðkomandi áhrif koma í gang hugsunum í heila vorum, sem
eru þar fyrir áður.

Albrecht von Haller, nafnkendur læknir og skáld á miðri
átjándu öld, lét sér eigi þar með nægja, en hélt þeirri skoðun fast
fram, að Eva hefði í upphafi veraldar haft inni að geyma alt
mannkynið, bæði það, sem lifað hefur, og það, sem lifa mun fram
að dómsdegi, og telst honum svo til, að 200.000 miljónir
mann-smælingja sé það allraminsta, sem gjöra megi ráð fyrir að þar hafi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0114.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free