- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
123

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

123

fyrir þá sök, að ég vildi tíu sinnum heldur, að tilraunin væri gerð á
þennan hátt, en að stjórnin færi að vasast í þessu máli. Ég var hræddur
um, að það kynni þá að fara likt og hér i Danmörku, þar sem varla
nokkur sál er ánægð með þá réttritun, sern hið danska
kenslumála-ráðaneyti hefir fyrirskipað. Að mitt nafn hefir ekki sést á prenti bendlað
við blaðamannaréttritunina, kemur til af sérstakri ástæðu. Ég gat í
flesturn atriðum veríð henni samþykkur; þótt ég væri í stöku atriðum
á öðru máli, gat ég gengið að þeim, t. d. z-reglunni; það var mín ósk
og vilji, að þessum bókstaf, sem er sá óþarfasti í öllu stafrófinu og
ekki til annars en hins mesta trafala, væri útrýmt með öllu; ég gat
þó sætt mig við þá góðu byijun, að zetunni var þó rýmt burt í
einum orðmyndaflokkinum. En hitt gat ég engan veginn sætt mig við
eða gengið að, að rita é fyrir je. f framburði vorum nú er enginn
munur á j í orðum sem já og jeg, sjá og sjc\ það er auðvitað, að
hljóð allra stafa fær ýmislegan hljóðblæ eftir því stafasambandi, er hann
stendur í, en engu íslenzku eyra heyrist »é« hljóða öðruvísi en je, og
svo hefur það eflaust verið nú í mörg hundruð ár. Það skiftir engu,
hvernig þetta hljóð er orðið til; það er nú orðið svo, eins og t. d.
niðurlags-r (he.st-r) er orðið að -ur — líka fyrir mörgum bundruðum
ára. Að skrifa -nr, en é, er eitthvert það versta málssögu-ósamræmi,
sem ég get hugsað mér; það er annars vegar að skrúfa útlit málsins
svo sem fimm aldir aftur í tímann, án þess að hin minsta átylla sé til
þess. Það eykur þar að auk þeim erfiðleiknum við, að je á að skrifa
eftir sem áður í orðum sem hyljendur, og þó er engu meiri orsök til
þess að rita þar je, heldur en í orðum sem htöan, hebinn o. fl., þar sem
aldrei neitt é frá upphafi vega sinna hefir staðið. f>að var þessi
afkára-skapur — ég get ekki haft linara orð um það —, sem olli því, að ég
gåt ekki sett mitt nafn meðal þeirra, er aðhyltust
blaðamannaréttritun-ina. En blaðamennirnir fóru líka rangt að. Þeir höfðu í þagnarhljóði
búið til réttritun sína og komu svo til okkar og spurðu: viltu eða viltu
ekki, í stað þess að ráðfæra sig fyrst við sem flesta og svo athuga
þau svör og mótbárur, er fram voru komnar, og svo þar á eftir að fella
lykt á hvert atriði. Það getur vel verið, að niðurstaðan hefði orðið sú
hin sama; þeir hefðu ef til vill ekki »tekið sönsum« með þessa »grillu
sína«. En nú er aðeins fyrir mig og þá, sem kunna að vera á bandi
með mér, að berjast af alefli fyrir því, að þessi é-grilla hverfi sem
allra-fyrst aftur þangað, er hún er komin frá af tómum misskilningi.

Næsta skref, sem blaðamennirnir hafa gert, er að gefa út orðlista
eða »stafsetningarorðbók« — og var það mjög hyggilega stofnað og svo
að segja sjálfsagt. Höf. er Björn ritstjóri Jónsson. Meðal blaðamanna
var leitun á öðrum betri eða færari manni, þótt ekki sé hann
mál-fræðingur. Kverið er rúmar 60 bls. og eru þar aðeins orðin nefnd í
réttri stafrófsröð og einatt flokkuð saman eftir skyldleika. í>ótt höf.
hafi ekki gert grein fyrir meginreglu sinni, er það, finst mér, ljóst, að
hann hefir lagt alúð á, að tína saman flest þau orð, er ætla mætti, að
menn kynnu að flaska á (orð með i, y, ei, cy, a, á (ang) og þvíumlíkt).
Ég hef borið orðasafnið á nokkrum stöðum saman við hinar meiri
orðabækur, og ekki fundið neitt merkilegt orð, sem vanti. Og ég hef
flett upp þeim og þeim orðum og fundið þau. Þó kann vel að vera, að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0135.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free