- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
143

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

143

Dansinn og dauðinn.

»Hvernig er veðrið?« spurði Anna á Bakka einn
sunnudags-morgun rétt fyrir þorrann, um leið og hún reis upp í rúmi sínu.

»Pað er norðanhríðarveður«, svaraði Rósa systir hennar
ólundar-lega. Hún var nýkomin á fætur og hafði litið snöggvast út úr
bæjardyrunum.

»Er hann svo vondur, ab við getum ekki farið til kirkju?«
spurði Anna aftur.

»Eg veit það ekki«, svaraði Rósa. »Raunar er nú ratandi, en
það er harðneskjuveður«.

»Hvað gerir þaö til, ef við getum ratað«, sagði Anna, og
þreifabi undir koddann eftir nærpilsinu sínu.

»Pað er ekki víst, að við fáum að fara«, sagbi Rósa.

»Ójú«, sagði Anna. »Mamma skiftir sér ekki af því, en pabbi
verður í húsunum. og veit ekkert af því«.

»Máske það komi heldur ekkert fólk til kirkjunnar, svo a5
ekki verði messað«, sagði Rósa.

»Já, en það átti að halda söngæfingu í kvöld«, svaraði Anna,
»og ég er viss um, að stúlkurnar af næstu bæjunum koma. Þaö
veröur auðvitaö dansað, svo við verðum fyrir alla muni að fara«.

»Eruð þi5 að hugsa um að fara til kirkju í dag?« spurði
Sigur-laug, móðir þeirra systra. Hún kom inn í þessu bili, og hafði
heyrt seinustu orðin.

»Ójá, hálft í hvoru«, sagði Anna.

»Viljið þið nú vera að því, hróin mín?« sagði Sigurlaug.
»Veðrið er svo vont núna, og þið fóru5 til kirkju á sunnudaginn
var, svo þið gætuð nú komizt af með að heyra lesturinn heima í
þetta skifti«.

»Já. Vib kunnum hann nú«, svaraði Anna, »og svo langaöi
okkur til að vera á söngæfingunni í kvöld«.

»Jæja, hróin mín«, sagöi Sigurlaug. »Veðrið er nú heldur a5
skána, og það er ekki víst, að það verði mikil hríð í dag. En þú
verður þá að fara að komast á fætur, Anna. Það er orðið svo
framorðið«.

»Sérðu það ekki, mamma, að ég er að klæða mig«, sagði
Anna, og stóð á fætur í rúminu. »Við náum að minsta kosti í
seinni blessunina«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0155.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free