- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
154

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

154

eini lifandi lykill að sögu miðaldanna og hinum fornnorrænu
bókment-um. Hún er eina tungan, sem nú er töluð næstum óbreytt, og ef við
kunnum hana, getum við lesið rit miðaldanna. Við megum með engu
móti gleyma, að við eigum tevtónskar fornmenjar, sem við stöndum í
afarólíku og miklu nánara sambandi við, en við Grikkland og
Róma-borg. Og Norðmenn eiga foraar bókmentir, sem fræðimaðurinn verður
að kynna sér grandgæfilega, ef hann á að geta skilið sögu miðaldanna.
‡>egar vér þannig höfum látið okkar eigin tevtónska kynþátt njóta
réttar síns, þá getum við snúið athygli okkar að fornþjóðunum kringum
Miðjarðarhafið. . . . Eins og íslenzkan á norðurhjara Evrópu er hinn
lifandi lykill að miðöldunum og hinum frægu forrnnorrænu eddum og
sögum, eins er nýgrískan á suðurhjara hennar sú lifandi tunga, sem
kemur okkur í kunningsskap við anda Hómers, Heródóts, Demosþeness
og Platós. Og þannig hafa nornirnar eða örlagagyðjurnar, sem ráða
forlögum manna og þjóða, pijónað eða öllu heldur ofið okkur saman
við Grikki, og því meira sem við rannsökum þroskun og framfarir
þjóðanna og menning þeirra, því skærar mun sá sannleiki leiftra fyrir
hugskotssjónum vorum, að gríska og íslenzka eru tveir silfurhærðir
öldungar, sem halda í höndum sér tveimur gulllyklum, — önnur að
fjársjóðum fornaldarinnar, en hin að fjársjóðum miðaldanna; önnur að
fjársjóðum suðurhluta Evrópu, en hin að fjársjóðum norðurhlutans.
En við verðum að hrinda af okkur hinu rómverska ánauðaroki.

V. G.

íslenzk hringsjá.

ÍSLENZK LJÓÐAGERÐ. f>ess var getið í Eimr. í fyrra (VI, 153), að dr.
G. Brandes hefði í ritgerð sinni í »Tilskueren« kvartað }’fir vanþekking Dana á
ný-íslenzkum bókmentum og meðal annars bent á hið mikla rit Poestions »Isländische
Dichter der Neuzeit« sem dæmi þess, hve mikill munur væri á Þjóðverjum og
Dön-um í því efni. Og í öðrum ritgerðum skoraði hann líka á menn að þýða íslenzk
ljóðmæli á dönsku.

Við þessari áskorun hefir skáldið Olaf Hansen orðið — einn þeirra, er voru í
stúdentaförinni til Islands síðastliðið sumar — og er nú nýútkomin bók eftir hann,
sem heitir »Ny-islandsk Lyrik, Oversættelser og Studier«, og hefir »Selskab for
germansk Filologi« kostað útgáfu hennar.

Efnisskipan bókarinnar er þannig, að fyrst er stuttur formáli, þar sem hann segir
að tilgangurinn hafi verið sá, að gefa mönnum dálitla hugmynd um tilfinninga- og
hugsanalíf Islendinga á 19. öldinni. En náttúrlega hafi hann í þessu safni orðið að
sleppa mörgum skáldum, sem hann þó hefði óskað að taka með (t. d. Kristján
Jóns-son, Jón Olafsson, Einar Hjörleifsson o. fl.). En hann hafi heldur kosið að hafa

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0166.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free